fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Pressan

Dauðir Kóalabirnir fundust á ástralskri skógarplantekru

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. febrúar 2020 07:02

Kóalabjörn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld hafa sett af stað rannsókn eftir að tugir dauðra og slasaðra kóalabjarna fudnust á skógarplantekru í Viktoríufylki í Ástralíu. Blá gúmmítré, sem eru mikilvæg búsetusvæði kóalabjarna, voru felld á plantekrunni í desember, aðeins örfá tré stóðu eftir þegar skógahögginu var lokið. Einhver dýranna höfðu dáið úr hungri og önnur höfðu lent undir jarðýtum.

Um það bil 80 kóalabjörnum hefur verið bjargað af svæðinu og njóta þeir nú aðhlynningar. Fréttirnar af dauða dýranna kom í kjölfarið á því að þúsundir kóalabjarna urðu skógareldunum, sem herjað hafa á Ástralíu að undanförnu, að bráð. Kóalabirnir eru á lista yfir viðkvæmar dýrategundir hjá ástralska umhverfisráðuneytinu.

Samkvæmt umhverfisverndarsamtökunum Friends of Earth Australia bárust fréttir af því, eftir skógarhöggið í desember, að hundruðir kóalabjarna væru að svelta í hel. Samtökin greindu einnig frá því að svo virðist sem fólk hafi orðið vitni að því að dýrunum hafi verið mokað í hrúgur með jarðýtum.

Það var íbúi, Helen Oakley, á svæðinu sem fyrst vakti athygli á málinu, en hún deildi myndbandi á Facebook þar sem hún sagðist hafa séð dauða kóalabirni á svæðinu. Hún sagði að Ástralía ætti að skammast sín fyrir þetta.

Dýraverndunarsamtökin Animals Australia segjast hafa sent mannskap á svæðið til þess að reyna að bjarga eins mörgum dýrum og hægt væri. Fulltrúar samtakanna segjast enn vera að safna gögnum sem tengjast málinu og að allt útlit sé fyrir að fjölmörg lög hafi verið brotin og að samtökin muni hvetja yfirvöld til þess að sækja þá sem bera ábyrgð á þessu til saka.

Ekki liggur ljóst fyrir hvaða fyritæki stóð fyrir skógahögginu. Samkvæmt skógarhöggsiðnaðinum var öllum reglum fylgt þegar trén voru felld. Samtökin Animals Australia segja þó að það sé alveg ljóst að lög hafi verið brotin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Brúðkaupinu slaufað og unnustinn í rusli – Verðandi brúður handtekin fyrir barnaníð

Brúðkaupinu slaufað og unnustinn í rusli – Verðandi brúður handtekin fyrir barnaníð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kjúklingur og kókaín

Kjúklingur og kókaín
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks