fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Týndi minnismiðanum – Tapaði þar með 7,2 milljörðum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. febrúar 2020 05:52

Bitcoin er vinsæl rafmynt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Írskur maður sem hafði í tæp ár lifibrauð af því að rækta og selja kannabis, var handtekinn árið 2017 og síðar dæmdur til fangelsisvistar. Við reglubundið eftirlit hafði lögreglan fundið kannabis að andvirði 2000 evra, eða tæplega 280 þúsund króna, í bíl mannsins. Á heimili mannsins fann lögreglan meira en 500 kannabisplöntur að andvirði um 400.000 evra eða rúmlega 55 milljóna króna. Það átti þó eftir að koma í ljós að eignir mannsins voru mun meiri. The Irish Times skýrir frá þessu.

Hann hafði nefnilega notað ágóðann af kannbissölunni til þess að fjárfesta í bitcoin, sem hann keypti 2011 og 2012, þegar hægt var að kaupa bitcoin fyrir undir 2.000 krónur stykkið. Maðurinn fjárfesti í meira en 6.000 bitcoin. Í dag kostar bitcoin meira en 1,2 milljónir króna, sem þýðir að 6.000 bitcoin myndu kosta meira en 7,2 milljarða króna.

Samkvæmt The Irish Times þorði maðurinn ekki að geyma allar bitcoin myntirnar sínar á einum reikningi, þess vegna stofnaði hann 12 nýja reikninga og deildi bitcoin myntunum sínum á milli þeirra. Þetta þýddi að hann þurfti að nota 12 mismunandi lykilorð, sem hann skrifaði á miða sem hann faldi í kassa með veiðigræjum á heimili sínu í Galway.

Eftir að maðurinn var handtekinn árið 2017 var brotist inn á heimili hans, auk þess tæmdi leigusalinn húsið og var stórum hluta af eignum hans hent á haugana. Margir segjast muna eftir því að hafa séð veiðigræjur, en engin hefur séð kassann með veiðidótinu og þar með lýtur út fyrir að lykilorðin séu glötuð.

Írska lögreglan telur að saga mannsins um lykilorðin í veiðikassanum sé sönn og byggir það á viðtölum við fjölda vitna. Lögreglan vonast til þess að dag einn verði hægt að fá aðgang að reikningum mannsins og gera bitcoin myntirnar upptækar, þannig að írska ríkið fá notið peninganna.

Maðurinn hefur sætt sig við tapið og segir að þetta sé það sem hann fái fyrir eigin heimsku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Í gær

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið