fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Pressan

Þrír af hverjum fjórum Áströlum hafa orðið fyrir áhrifum af gróðureldunum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. febrúar 2020 08:00

Frá gróðureldum í Ástralíu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að þrír af hverjum fjórum Áströlum hafa orðið fyrir beinum eða óbeinum áhrifum af skógareldunum sem hafa herjað á landið undanfarna mánuði. Þetta svarar til að 18 milljónir manna hafi orðið fyrir áhrifum af eldunum.

Það var The Australian National University sem gerði rannsóknina sem sýnir hvaða áhrif eldarnir hafa haft á landsmenn. Rúmlega 30 létu lífið í þeim og mörg þúsund hús urðu eldunum að bráð. Nicholas Biddle, sem vann að rannsókninni, segir að næstum allir Ástralir hafi orðið fyrir áhrifum af eldunum og verði að lifa með afleiðingum þeirra næstu árin.

Rannsóknin náði til 3.000 Ástrala. 14% sögðust hafa orðið fyrir beinum áhrifum, það er að heimili þeirra hafi eyðilagst eða skemmst í eldunum eða að fólk hafi neyðst til að yfirgefa heimili sín. 78% sögðust hafa orðið fyrir óbeinum áhrifum, til dæmis frá reyk eða hafi þurft að breyta ferðaáætlunum.

Áhrif eldanna á fólk kom vísindamönnunum á óvart og mun væntanlega vekja áhyggjur hjá ríkisstjórninni sem hefur verið sökuð um að hafa brugðist seint við vandanum og að gera ekki nóg í umhverfismálum og baráttunni við loftslagsbreytingarnar.

    

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Garner aftur til United?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi