fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Hundur krefst bóta frá flugfélagi vegna seinkunar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. febrúar 2020 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska flugfélaginu Danish Air Transport hefur borist krafa um bætur vegna seinkunar á flugi. Það sem gerir þessa kröfu mjög sérstaka er að hún er sett fram fyrir hund að nafni Jack. Það eru tveir farþegar, manneskjur, sem setja kröfuna fram fyrir hundinn.

Jótlandspósturinn skýrir frá þessu. Eigendur hundsins telja að þeir eigi rétt á 250 evrum í bætur vegna seinkunar á flugi sem þeir og hundurinn fóru með á milli Palermo og Lampedusa á Ítalíu. Flugi þeirra seinkaði um fimm klukkustundir en upphaflega fluginu var aflýst og fór fólkið og hundurinn með öðru flugi.

Jesper Rungholm, forstjóri flugfélagsins, segir að farþegarnir eigi rétt á 250 evrum hvor í bætur samkvæmt reglum ESB um réttindi flugfarþega. Hann sagði að flugfélagið hafi ekki í hyggju að greiða bætur fyrir vegna hundsins.

Ef eigendur Jack falla ekki frá kröfum sínum kemur væntanlega til kasta ítalskra dómstóla að skera úr um kröfuna.

Krafa eigendanna er byggð á því að hjá flugfélaginu verður að kaupa sérstakan miða ef hundar eiga að fara með í farþegarýminu. Telja eigendurnir að þar sem reglur ESB gildi fyrir alla með flugmiða, óháð því af hvaða tegund farþeginn er, eigi Jack rétt á bótum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Í gær

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið