fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Dómur Elon Musk um Facebook – Það er hallærislegt og þú ættir að eyða því

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. febrúar 2020 20:30

Elon Musk. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að leikarinn Sacha Baron Cohen kallaði eftir því í færslu á Twitter að haft verði eftirlit með Facebook vegna innihalds miðilsins, tísti Elon Musk, stofnandi Tesla, „#DeleteFacebook It‘s lame“.

Sacha Baron  Cohen varpaði fram þeirri spurningu hvers vegna Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, mætti stjórna því hvaða upplýsingar 2,5 milljarðar manna fá, á sama tíma og einn aðili myndi ekki fá leyfi til þess að hafa jafn mikil völd yfir annað hvort vatnsbirgðum eða rafmagni. Hann sagði einnig að miðlinum ætti ekki að vera stjórnað af keisara, yfirvöld ættu að hafa eftirlit með honum.

Sacha Baron Cohen hefur verið mjög gagnrýninn á samfélagsmiðla þar á meðal Twitter og YouTube og hefur lýst miðlunum sem „mestu áróðursvél sögunnar“. Mikið af gagnrýni hans hefur verið beint gegn Facebook, en hann segir að miðillinn hagnist á því að sannreyna ekki það sem er sett fram í auglýsingum stjórnmálaflokka. Facebook hefur varið þessa stefnu sína og hefur sagt að hatursorðræða sé bönnuð á miðlinum, sem og allir þeir sem hvetja til ofbeldis. Fyrirtækið hefur ekki brugðist við ummælum Sacha Baron Cohen eða Elon Musk.

Elon Musk tók það ekki fram hvers vegna honum finnst Facebook vera hallærislegt, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann gagnrýnir miðilinn, eða stofnanda þess Mark Zuckerberg,  opinberlega. Árið 2018 eyddi hann Facebook síðum fyrirtækja sinna, Tesla og SpaceX, eftir að í ljós kom að Cambridge Analytica hafði komist yfir persónuupplýsingar 87 milljóna Facebook notenda, án vitneskju þeirra.

Musk, Tesla og SpaceX, eru þó enn með síður á Instagram, þrátt fyrir að Instagram sé í eigu Facebook. Hann segir að miðillinn sé sennilega í lagi þar sem hann sé ekki of tengdur Facebook.

Sacha Baron Cohen og Elon Musk eru ekki þeir einu sem gagnrýnt hafa Facebook, fyrr í þessum mánuði tilkynnti rithöfundurinn Stephen King að hann værri hættur á Facebook, vegna rangra upplýsinga og þess að friðhelgi einkalífsins væri ekki nógu vel varin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Í gær

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið