fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Lítill drengur hruflaði hnén – Missti báða fætur í kjölfarið

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. desember 2020 05:11

Beauden Baumkirchner.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í byrjun október datt Beauden Baumkirchner, þriggja ára, af hjóli og hruflaði hnén. Ekki í frásögur færandi í sjálfu sér enda ekki óalgengt að svo ung börn detti og meiði sig aðeins. En þetta reyndist örlagaríkt því heilsu hans hrakaði hratt eftir þetta og hefur hann þurft að gangast undir 18 skurðaðgerðir og læknar hafa þurft að taka báða fæturna af honum.

Ástæðan er að sjaldgæf og illskeytt baktería komst í sárin. Segja læknar að það sé kraftaverk að hann sé á lífi í dag en hann losnaði af gjörgæsludeild um helgina.

Beauden var í fríi í San Diego í Kaliforníu með foreldrum sínum, Brian og Juliana, þegar hann datt af hjólinu. Fjölskyldan býr í Arizona „Það er versta martröð allra foreldra að vera algjörlega hjálparvana,“ sagði faðir hans í samtali við USA TODAY.

Beauden á sjúkrahúsinu.

Læknar vita ekki hvaðan bakterían, sem komst í sárin, kom. Hrufluð hnén virkuðu sem hlið fyrir eitraða bakteríuna til að komast inn í líkamann. Daginn eftir að Beauden hruflaði hnén fékk hann hita, var sljór og hélt um hnén að sögn foreldra hans. Daginn eftir átti hann erfitt með andardrátt og hitinn hafði ekki lækkað. Hnén voru bólgin.

Þau fóru með hann á sjúkrahús en þá voru fætur hans orðnir ískaldir og einnig var greinilegt að hann var með sýkingu í höndum. Hann var lagður inn á gjörgæsludeild þar sem hann var næstu tvo mánuðina.

Beauden á batavegi.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hann barðist fyrir lífi sínu dögum saman og þurfti að vera í öndunarvél um hríð. Læknar og foreldrar hans segja það kraftaverk að hann lifði af. „Hann átti ekki að geta lifað þetta af,“ sagði faðir hans.

Læknar segja að ónæmiskerfi Beauden hafi brugðist við bakteríunni með því að loka fyrir blóðflæði til handa og fóta til að geta varið mikilvægustu líffærin, sérstaklega heilann. Af þessum sökum varð að taka fótleggina af honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug