fbpx
Laugardagur 16.janúar 2021
Pressan

Taldi molana í Quality Street dollunni sinni og er allt annað en sáttur

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. desember 2020 06:55

Svona skiptust molarnir. Skjáskot/Twitter/Stephen Hull

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Færsla Stephen Hull, yfirmanns stafrænnar þjónustu ITV News í Englandi, á Twitter um innihald Quality Street dollu hefur vakið mikla athygli. Hull gerði sér lítið fyrir og taldi molana í dollunni og skipti þeim upp eftir tegundum. Niðurstaðan hefur vakið athygli og sitt sýnist hverjum enda misjafnt hver uppáhaldsmoli fólks er.

Mörgum finnst algjörlega ómissandi að borða Quality Street í desember og það á við um Hull. En hann ákvað að telja molana í dósinni sinni til að sjá hvernig þeir skiptust. Í heildina voru 85 molar í dollunni en aðeins fjórir þeirra voru fjólubláir en það eru uppáhaldsmolar Hull. Það voru einnig bara fjórir grænir þríhyrningar. En 11 molar voru af þeim appelsínugulu og gulum karamellum.

„Ég hafði smá tíma aflögu í dag svo ég taldi upp úr Quality Street dósinni minni. Bara 4 fjólubláir (4,7%) og 11 (12,9%) appelsínugulir. Enn eitt áfallið 2020. Við hvern kvarta ég? #inequalitystreet,“ skrifaði hann í lauslegri þýðingu.

Fleiri fylgdu í kjölfarið og könnuðu innihald dósanna sinna, þar á meðal @Tatedavies. Niðurstaða hans var að lítið var af fjólubláum og grænu þríhyrningunum en mikið af jarðaberjamolunum.  „Gerði það sama til að kanna fjölbreytnina. Ég er með 7,5% fjólubláa og 11,9%. Áhugavert en þar sem mér líkar ekki við hnetur er ég sáttur við hlutföllin,“ skrifaði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Taka skinkusamlokur af breskum bílstjórum – „Velkominn í Brexit“ – Myndband

Taka skinkusamlokur af breskum bílstjórum – „Velkominn í Brexit“ – Myndband
Pressan
Í gær

Biden hvetur öldungadeildina til að taka á fleiri málum en ákærunni á hendur Trump

Biden hvetur öldungadeildina til að taka á fleiri málum en ákærunni á hendur Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Górillur í bandarískum dýragarði smitaðar af kórónuveirunni

Górillur í bandarískum dýragarði smitaðar af kórónuveirunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pakkastuldurinn fór í hundana og flóttinn mistókst

Pakkastuldurinn fór í hundana og flóttinn mistókst
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kim Jong-un skiptir um titil – Ekki lengur formaður heldur aðalritari

Kim Jong-un skiptir um titil – Ekki lengur formaður heldur aðalritari
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stórfyrirtæki hætta fjárstuðningi við Repúblikana vegna Trump

Stórfyrirtæki hætta fjárstuðningi við Repúblikana vegna Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump sagður játa að hann beri ábyrgð að hluta á árásinni á þinghúsið

Trump sagður játa að hann beri ábyrgð að hluta á árásinni á þinghúsið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrottalegt heimilisofbeldismál – Hélt sig í rúminu í 4 ár til að forðast ofbeldið

Hrottalegt heimilisofbeldismál – Hélt sig í rúminu í 4 ár til að forðast ofbeldið