fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Það er hugsanlega fullt af útdauðum samfélögum vitsmunavera í Vetrarbrautinni

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 27. desember 2020 10:35

Vetrarbrautin. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar þá hafa flest samfélög vitsmunavera í Vetrarbrautinni liðið undir lok. Líklegt þykir að þau hafi gert út af við sig sjálf á einn eða annan hátt.

LiveScience skýrir frá þessu. Fram kemur að rannsóknin hafi verið birt þann 14. desember í arXiv gagnagrunninum. Í rannsókninni var stuðst við nútíma stjörnufræði og tölfræðilíkön til að kortleggja uppruna og dauða vitsmunalífs í Vetrarbrautinni. Þrír eðlisfræðingar hjá Caltech og einn menntaskólanemi gerðu rannsóknina. Í henni kemur fram hvar og hvenær líklegt má teljast að líf verði til eða hafi orðið til í Vetrarbrautinni. Einnig er farið yfir mikilvægustu skilyrðin fyrir útbreiðslu lífs og það sem ógnar henni mest: Tilhneigingu vitsmunalífs til að gjöreyða sjálfu sér.

Við rannsóknina var notast við þekkingu okkar á þáttum sem eru taldir hafa áhrif á þróun vitsmunalífs, til dæmis tilvist stjarna sem plánetur, sem líkjast jörðinni, eru á braut um, tíðni banvænna geislana frá sprengistjörnum, líkurnar á að tími og nauðsynleg skilyrði séu fyrir hendi til að líf geti myndast og hugsanlega tilhneigingu vitsmunasamfélaga til að eyða sér.

Út frá þessum forsendum og þróun Vetrarbrautarinnar frá upphafi komust vísindamennirnir að þeirri niðurstöðu að líkurnar á að líf hafi myndast hafi náð hámarki um 13.000 ljósárum frá miðju Vetrarbrautarinnar og átta milljörðum ára eftir að hún myndaðist.

Jörðin er um 25.000 ljósár frá miðju Vetrarbrautarinnar og mannkynið varð til um 13,5 milljörðum eftir að Vetrarbrautin myndaðist. Þetta þýðir að við erum nokkurskonar útverðir hvað varðar landafræði í Vetrarbrautinni og urðum seint til miðað við önnur samfélög vitsmunavera. En ef gengið er út frá því að líf myndist nokkuð oft og verði að lokum vitsmunalíf þá eru líklega önnur samfélög vitsmunavera í Vetrarbrautinni, líklega á fyrrgreindu 13.000 ljósárasvæði en þar er mikið af stjörnum sem líkjast sólinni okkar.

Vísindamennirnir segja að flest önnur samfélög vitsmunavera í Vetrarbrautinni séu líklega ung vegna þess hversu líklegt það er að vitsmunalíf hafi eytt sjálfu sér fyrir löngu síðan. Ef að samfélög vitsmunavera náðu hámarki fyrir 5 milljörðum ára þá eru flest þau samfélög nú horfin af sjónarsviðinu út af fyrrgreindi tilhneigingu þeirra til að eyða sjálfum sér að mati vísindamannanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Í gær

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Í gær

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 3 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás