fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Pressan

Það sem hann gerði fyrir deyjandi eiginkonu sína hefur snortið milljónir manna

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. desember 2020 05:21

Bozzini-hjónin. Skjáskot/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna sóttvarnaráðstafana á Ítalíu hafa margir þurft að sætta sig við að geta ekki heimsótt ástvini sína á sjúkrahús. En það hélt ekki aftur af Stefano Bozzini, 81 árs, þegar hann vildi gera eitthvað fyrir eiginkonu sína Carla Sacchi, 74 ára, þegar hún lá á sjúkrahúsi í Castel San Giovanni. Hann gat ekki heimsótt hana á sjúkrahúsið en þess í stað kom hann sér fyrir utan við gluggann á sjúkrastofu hennar og lék uppáhaldslögin hennar á harmonikuna sína.

Sonur þeirra hjóna, Mauritzio Bozzini, tók myndband af þessu og er óhætt að segja að það hafi slegið í gegn á samfélagsmiðlum enda þykir það gott dæmi um sanna og langvarandi ást. Eftir því sem kemur fram í umfjöllun The New York Times þá höfðu hjónin verið gift í 47 ár.

Stefano lék uppáhaldslög Carla fyrir utan gluggann hennar. Þar á meðal lög í flutningi Engelbert Humperdinck og Elvis Presley.

https://www.facebook.com/100008039495680/videos/pcb.2832340497043906/2832340390377250/

„Við þekkum öll ástina í sínum einfaldleika og í gegnum alþjóðlegt tungumál hennar. Þetta minnir okkur á hvað það þýðir að elska einhvern. Að gera allt til að viðkomandi finnist hann ekki einmana og yfirstíga allar hindranir til þess,“ skrifaði Patrizia Barbieri, bæjarstjóri, á Facebook um myndbandið og það sem Stefano gerði fyrir eiginkonu sína.

Carla lést 19. nóvember og var jarðsett þremur dögum síðar. Andlát hennar tengist ekki COVID-19.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig
Pressan
Í gær

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti