fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Madeleine McCann málið – Portúgalar undra sig á vinnubrögðum þýsku lögreglunnar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 16. nóvember 2020 15:40

Madeleine McCann hvarf úr þessu húsi árið 2007.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þjóðverjarnir hafa engar sannanir,“ er haft eftir portúgölskum rannsóknarlögreglumönnum um mál Madeleine McCann sem hvarf úr orlofsíbúð í Portúgal vorið 2007, rétt fyrir fjögurra ára afmælisdag sinn.

Í fangelsi í Braunschweig í Þýskalandi situr 43 ára gamall maður að nafni Christian Brückner. Hann situr af sér dóm fyrir fíkniefnasmygl en síðan tekur við sjö ára fangelsisvist vegnan nauðgunar á bandarískri konu í Portúgal árið 2005. Héraðssaksóknarinn í Braunschweig er sannfærður um að Christian hafi numið Madeleine litlu á brott og myrt hana. Hann segist hafa sannanir. Þetta dregur portúgalska alríkislögreglan í efa.

Farið er yfir málið í grein á Bild.

Þar sem Christian er að sitja af sér langa fangelsisdóma fyrir önnur mál hefur þýska alríkislögreglan sem rannsakar málið nægan tíma til að ákæra hann. Portúgalskir rannsóknarlögreglumenn óttast hins vegar að hann verði aldrei ákærður. Þeir undrast vinnubrögð og yfirlýsingar þýsku lögreglunnar í málinu. Samkvæmt Bild er rígur og ósamkomulag á milli þýsku og portúgölsku lögreglunnar.

Christian Brückner – Youtube-skjáskot

Þýska alríkislögreglan (Bundeskriminalamt), Policia Judiciária í Portúgal og Scotland Yard hittust á fundi fyrir skömmu vegna málsins. Scotland Yard rannsakar málið ennþá sem mannshvarfsmál en þýska lögreglan rannsakar það sem morðmál og gengur út frá því að Madeleine McCann sé látin. Bild hefur undir höndum tölvupóst þar sem fulltrúi portúgölsku lögreglunnar gagnrýnir þýsku lögregluna og segir meðal annars: „Þjóðverjarnir hafa engar sannanir, bara vangaveltur. Það var sjokkerandi að skoða þýsku gögnin. Mig hefði ekki grunað að Bundeskriminalamt rannsakaði svona illa. Þarna er ekki að finna neina alvarlega, óhlutdræga og hlutlæga rannsókn, heldur bara þann ásetning að halda hinum grunaða með öllum ráðum í fangelsi.“

Christian þarf hins vegar að sitja af sér svo langa tíma fyrir önnur afbrot að þýska lögreglan hefur nægan tíma til að safna sönnunargögnum gegn honum.

Bild segir að oft hafi komið upp rígur á milli lögregluembætta mismunandi landa vegna Madeleine McCann málsins. Portúgalski rannsóknarlögregluforinginn Goncalo Amaral missti starf sitt vegna harðrar gagnrýni sinnar á Scotland Yard. Portúgalska lögreglan hefur ávallt haft foreldra stúlkunnar meira undir grun en Scotland Yard, sem hefur beint rannsókninni að ókunnugum, mögulegum gerendum. Þegar böndin bárust að Þjóðverjanum Christian Brückner blönduðust þýsk lögregluyfirvöld í málið.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Í gær

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið