fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Finna ekki foreldra 545 barna sem voru tekin frá foreldrum sínum á bandarísku landamærunum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. október 2020 21:30

Úr flóttamannamiðstöð á vegum bandaríska innflytjendaeftirlitsins. Mynd:Bandaríska landamæralögreglan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmönnum hefur ekki tekist að komast í samband við foreldra 545 barna sem voru tekin frá foreldrum sínum á landamærum Bandaríkjanna á árunum 2017 og 2018. Talið er að mörg hundruð foreldrar hafi verið fluttir úr landi án barna sinna. Þetta kemur fram í skjölum sem voru lögð fyrir dóm á þriðjudaginn.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að dómsmálaráðuneytið og samtök mannréttindasamtaka vinni að því að reyna að bera kennsl á börnin og finna foreldra þeirra svo hægt sé að sameina fjölskyldur á nýjan leik, fjölskyldur sem voru aðskildar samkvæmt kröfum ríkisstjórnar Donald Trump.

Alríkisdómstóll fyrirskipaði að fjölskyldurnar skyldu sameinaðar á nýjan leik en á síðasta ári kom fram í opinberri skýrslu að mörg þúsund fjölskyldum til viðbótar gæti hafa verið stíað í sundur án þess að embættismenn hafi viðurkennt það.

Dómstóllinn skipaði „stýrihóp“ sem á að reyna að hafa uppi á fjölskyldunum. Hópurinn hefur reynt að hafa uppi á foreldrum 1.030 barna en hefur ekki tekist að hafa uppi á foreldrum 545 þeirra.

Í dómsskjölunum kemur fram að talið er að um tveir þriðju hlutar foreldranna hafi verið fluttir úr landi án barna sinna. Börnunum hefur verið sleppt úr haldi og eru líklega nær öll enn í Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri