fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Áhrifavaldur sagði fylgjendum sínum að COVID-19 væri ekki til – Lést af völdum veirunnar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 19. október 2020 17:00

Dmitriy Stuzhuk á sjúkrabeðinu. Mynd:Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dmitriy Stuzhuk, úkraínskur einkaþjálfari og áhrifavaldur, sagði fylgjendum sínum að kórónuveiran, sem veldur COVID-19 væri ekki til. Hann lést nýleg sjálfur af völdum COVID-19. Hann var 33 ára og lætur eftir sig þrjú börn sem hann á með fyrrum eiginkonu sinni.

Stuzhuk smitaðist þegar hann fór til Tyrklands. Hann var lagður inn á sjúkrahús þegar hann kom aftur heim til Úkraínu. Hann var útskrifaður eftir átta daga innlögn en veiran hafði farið illa með hjarta hans.

Fyrrum eiginkona hans, Sofia, sagði fylgjendum hans að hann hafi síðan verið fluttur í skyndi á sjúkrahús og að ástand hans hafi þá verið alvarlegt og hann meðvitundarlaus. Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að hún hafi einnig sagt þeim að hann hafi átt í vandræðum „með hjartað . . . það hafi ekki ráðið við þetta“.

Síðar tilkynnti hún um andlát hans.

Áður hafði Stuzhuk sjálfur birt færslur á samfélagsmiðlum um heilsu sína. Hann sagðist hafa vaknað morgun einn í Tyrklandi með bólginn hnakka og hafi átt erfitt með andardrátt. Hann sagði 1,1 milljón fylgjenda sinna:

„Ég vil deila með ykkur hvernig ég veiktist og vara alla sterklega við. Ég hélt að COVID-19 væri ekki til . . . þar til ég veiktist.“

„COVID-19 ER EKKI SKAMMLÍFUR SJÚKDÓMUR! Og hann er erfiður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Í gær

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið