Sunnudagur 26.janúar 2020
Pressan

Góð laun, góðar barnabætur og lágir skattar á ungt fólk lokka Pólverja aftur til heimalandsins

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. janúar 2020 20:00

Gdansk í Póllandi. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrsta sinn í átta ár hefur fækkað í hópi Pólverja sem búa og starfa utan heimalandsins. Meðal ástæðna þess er að barnabætur hafa verið hækkaðar, ungt fólk greiðir lágan skatt og laun hafa hækkað. Þetta hefur virkað og pólskir ríkisborgarar flytja aftur heim.

Samkvæmt nýjustu tölum frá pólsku hagstofunni fækkaði pólskum ríkisborgurum, sem búa utan heimalandsins, um 85.000 árið 2018. Nú búa tæplega 2,5 milljónir Pólverja utan heimalandsins. Financial Times skýrir frá þessu.

Tölurnar verða einnig að skoðast í því ljósi að það eru ekki eingöngu Pólverjar sem flytja heim því færri flytja úr landi en áður og því hefur þessi fækkun orðið. Pólskur efnahagur stendur vel, það er góður hagvöxtur, skortur á vinnuafli og þá sérstaklega í byggingariðnaði. Laun eru einnig ágæt en það kann að koma mörgum á óvart. Samkvæmt tölum frá Eurostat, tölfræðistofnun ESB, er kaupmáttur launa meiri í Póllandi en hann er í norrænum borgum á borð við Kaupmannahöfn og Stokkhólm.

Í Þýskalandi búa nú um 706.000 Pólverjar og eru hvergi fjölmennari utan landsteinanna. 2018 fækkaði Pólverjum í Bretlandi um 98.000 frá 2017. Ástæðan er Brexti og sú óvissa sem þá ríkti um þróun mála.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Besta atvinnutækifæri ársins? Auglýsa eftir fólki til að annast reksturs kaffihúss á lítilli eyju – Ókeypis húsnæði og uppihald

Besta atvinnutækifæri ársins? Auglýsa eftir fólki til að annast reksturs kaffihúss á lítilli eyju – Ókeypis húsnæði og uppihald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Undraðist mikla rafmagnsnotkun í sumarbústaðnum – Ókunnugur maður átti sökina

Undraðist mikla rafmagnsnotkun í sumarbústaðnum – Ókunnugur maður átti sökina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maður reyndi að smygla lifandi fuglum í ferðatöskunni sinni

Maður reyndi að smygla lifandi fuglum í ferðatöskunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Moldrík eiginkona vekur grun um að nýr forsætisráðherra Rússlands hafi auðgast á spillingu

Moldrík eiginkona vekur grun um að nýr forsætisráðherra Rússlands hafi auðgast á spillingu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sturlaðist þegar hann taldi viðskiptafélaga sinn hafa svikið sig

Sturlaðist þegar hann taldi viðskiptafélaga sinn hafa svikið sig
Pressan
Fyrir 4 dögum

Átti sér þann draum að búa og starfa á Íslandi – Fannst látinn fjórum dögum eftir að hann hvarf

Átti sér þann draum að búa og starfa á Íslandi – Fannst látinn fjórum dögum eftir að hann hvarf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný rannsókn – Köttinn þinn langar að éta þig

Ný rannsókn – Köttinn þinn langar að éta þig
Pressan
Fyrir 4 dögum

Spá allt að 30 prósenta hækkun á gullverði

Spá allt að 30 prósenta hækkun á gullverði