fbpx
Laugardagur 19.september 2020
Pressan

„Dómsdagshúsið“ er tilbúið af teikniborðinu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 22. janúar 2020 21:00

Dómsdagshúsið: Mynd:Modern House

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir nokkrum vikum kynnti Tesla „Cybertruck“ til sögunnar. Um algjöra nýjung er að ræða í bílahönnun en lítið útlit er fyrir að bílar þessarar gerðar sjáist á evrópskum vegum á næstunni. En nú hafa rússneskir hönnuðir hannað og teiknað hús sem passar vel við bílinn.

Það er arkitektahópurinn Modern House sem hefur birt teikningar af „CyberHouse“ sem er teiknað út frá stíl bílsins. CNN skýrir frá þessu. Segja má að „CyberHouse“ sé nokkurskonar dómsdagshús því það á að geta staðið af sér fellibylji, jarðskjálfta og geislavirkni.

Auk þess segja arkitektarnir að húsið geti staðið af sér árás uppvakninga. Húsið getur rúmað sjö manns ef til „dómsdags“ kemur. Alex Wizhevsky, leiðandi arkitekt Modern House, fer ekki leynt með að hönnun hússins sé undir áhrifum af fyrrnefndum bíl Tesla og hönnun kjarnorkukafbáta. Í samtali við CNN sagði hann að arkitektarnir hafi tekið grunnatriðin úr hönnun kjarnorkukafbáta og notað við hönnun hússins.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá stutt myndband um húsið og hvernig það virkar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Fyrir 3 dögum

Orðrómur um að Íranar hyggist ráða bandarískan sendiherra af dögum – Trump hótar hefndum

Orðrómur um að Íranar hyggist ráða bandarískan sendiherra af dögum – Trump hótar hefndum
Fyrir 3 dögum

Elliðaárnar komnar í 530 laxa

Elliðaárnar komnar í 530 laxa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanleg uppgötvun eftir bruna í New York í gær

Óhugnanleg uppgötvun eftir bruna í New York í gær
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrottalegt morðmál skekur Bretland – Örsmár hluti úr líkinu varð morðingjanum að falli

Hrottalegt morðmál skekur Bretland – Örsmár hluti úr líkinu varð morðingjanum að falli