fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Handsömuðu háttsettan foringja Íslamska ríkisins – „Jabba the Hut Íslamska ríkisins“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. janúar 2020 05:59

Shifa al-Nima. Mynd:Al Baroodi/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öryggislögreglan í Írak handtók nýlega Shifa al-Nima, betur þekktan sem Abu Abd al-Bari, en hann var talinn einn af æðstu leiðtogum hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við Íslamska ríkið. Hann er sagður hafa séð um að kveða upp dauðadóma yfir andstæðingum hryðjuverkasamtakanna og að hafa verið í fararbroddi hvað varðar eyðileggingu menningarminja. Hann er einnig sakaður um nauðganir, mannrán og þrælasölu í Mosul.

Samkvæmt fréttum erlendra fjölmiðla neyddist öryggislögreglan til að flytja al-Nima á brott frá dvalarstað hans í pallbíl því hann var of feitur til að passa inn í lögreglubíl. Öryggislögreglan tilkynnti um handtöku hans á Twitter og sagði að eftir langa rannsókn hafi tekist að hafa uppi á al-Nima.

Bretinn Macer Gifford, sem barðist gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi, kallar al-Nima „Jabba the Hut Íslamska ríkisins“ og vísar þar til persónu úr Stjörnustríðsmyndunum.

„Ég gleðst mjög yfir að Jabba the Hut Íslamska ríkisins hafi verið handtekinn í Mosul. Hann ber ábyrgð á aftökum margra karla, kvenna og barna. Þetta dýr nauðgaði og myrti. Gangi ykkur vel að hengja hann Írak.“

Skrifaði hann í Twitterfærslu og vísar þar til þyngdar al-Nima.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?