fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Handsömuðu háttsettan foringja Íslamska ríkisins – „Jabba the Hut Íslamska ríkisins“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. janúar 2020 05:59

Shifa al-Nima. Mynd:Al Baroodi/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öryggislögreglan í Írak handtók nýlega Shifa al-Nima, betur þekktan sem Abu Abd al-Bari, en hann var talinn einn af æðstu leiðtogum hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við Íslamska ríkið. Hann er sagður hafa séð um að kveða upp dauðadóma yfir andstæðingum hryðjuverkasamtakanna og að hafa verið í fararbroddi hvað varðar eyðileggingu menningarminja. Hann er einnig sakaður um nauðganir, mannrán og þrælasölu í Mosul.

Samkvæmt fréttum erlendra fjölmiðla neyddist öryggislögreglan til að flytja al-Nima á brott frá dvalarstað hans í pallbíl því hann var of feitur til að passa inn í lögreglubíl. Öryggislögreglan tilkynnti um handtöku hans á Twitter og sagði að eftir langa rannsókn hafi tekist að hafa uppi á al-Nima.

Bretinn Macer Gifford, sem barðist gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi, kallar al-Nima „Jabba the Hut Íslamska ríkisins“ og vísar þar til persónu úr Stjörnustríðsmyndunum.

„Ég gleðst mjög yfir að Jabba the Hut Íslamska ríkisins hafi verið handtekinn í Mosul. Hann ber ábyrgð á aftökum margra karla, kvenna og barna. Þetta dýr nauðgaði og myrti. Gangi ykkur vel að hengja hann Írak.“

Skrifaði hann í Twitterfærslu og vísar þar til þyngdar al-Nima.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Í gær

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið