fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Bað fangavörð um að hlaða símann – Fékk tólf ára fangelsi

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 20. janúar 2020 20:30

Willie Nash fékk tólf ára dóm fyrir að vera með síma á sér í fangelsinu. Dómarinn sem kvað upp dóminn er hér til hægri á myndinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fangi í Mississippi í Bandaríkjunum, Willie Nash, hefur verið dæmdur í tólf ára fangelsi fyrir að vera með farsíma í fórum sínum í Newton County-fangelsinu.

Málið þykir býsna sérstakt og vilja margir meina að það varpi ljósi á stórgallað réttarfarskerfi í Bandaríkjunum þar sem einstaklingar geta fengið mjög þunga dóma fyrir litlar sakir.

Willie var gripinn með farsíma í fórum sínum í ágúst 2018, en það gerðist eftir að hann spurði fangavörð hvort hann gæti skellt símanum í hleðslu. Síminn var að sjálfsögðu haldlagður og fór málið sína mál í dómskerfinu uns dómur féll á dögunum: Niðurstaðan var tólf ára fangelsi.

James Maxwell, dómari í málinu, segir að Willie geti prísað sig sælan að hafa ekki fengið enn þyngri dóm, en hámarksrefsing fyrir brot af þessu tagi er 15 ára fangelsi. Hann hefði vel getað fengið slíkan dóm í ljósi fyrri dóma sem flestir eru fyrir þjófnað og innbrot.

Annar dómari, Leslie King, er þó á öðru máli en í grein sem hann skrifaði á dögunum um dóminn segir hann að hann varpi ljósi á stórgallað kerfi. Í eðli sínu sé ekki hægt að gagnrýna dóminn, því dómari hafi haldið sig innan ramma laganna, heldur miklu frekar lögin sem dómurinn byggir á.

Þá segir hann að margt bendi til þess að forsvarsmenn Newton County-fangelsisins beri sjálfir ábyrgð. Þannig hafi Willie komist með símann inn í fangelsið því ekki hafi verið leitað á honum áður en hann fór inn.

Málið hefur vakið nokkra athygli vestanhafs og segist dálkahöfundur Miami Herald, Leonard Pitts Jr. telja að þungur dómur hafi talsvert með þá staðreynd að gera að Willie er blökkumaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf