fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Íranskur leyniþjónustumaður handtekinn við heimili Norðmanns

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 17. janúar 2020 21:00

Íranski byltingarvörðurinn er Bandaríkjunum þyrnir í augum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vorið 2016 kom íranskur leyniþjónustumaður með flugi til Gardermoen flugvallarins í Osló. Hann vissi ekki að norska leyniþjónustan hafði fengið veður af ferðum hans og fylgdist með honum. Honum var fylgt eftir að húsi Norðmanns og í garðinum var hann handtekinn.

TV2 skýrir frá þessu. Segir miðillinn að útsendarar íranskra stjórnvalda séu það sem leyniþjónustan hefur mestar áhyggjur af í dag.

Norðmaðurinn, sem um ræðir, er innfæddur Norðmaður sem hefur verið virkur í starfi samtaka sem eru hliðholl Ísrael. Í samtali við TV2 sagðist hann hafa fengið símtal frá leyniþjónustunni fyrir tæplega fjórum árum þar sem honum var tilkynnt að leyniþjónustan þyrfti að ræða við hann. Síðan hafi leyniþjónustumenn komið heim til hans. Það hafi ekki verið fyrr en nokkrum mánuðum síðar sem hann fékk að vita að Íranir hafi verið á eftir honum. Hann vill ekki koma fram undir nafni vegna fjölskyldu sinnar.

„Það er eitt hvað fólk í Noregi segir og hótar manni, eins og ég hef upplifað. En hér var um eina hættulegustu leyniþjónustu heims að ræða.“

Segir maðurinn.

Íraninn var í Quad-sveitunum, úrvalsliði Íranska byltingavarðarins, þeirri deild sem sér um leynilegar aðgerðir. Qassem Soleimani stýrði sveitunum þar til hann var ráðinn af dögum af Bandaríkjamönnum fyrr í mánuðinum.

TV2 segir að norska leyniþjónustan hafi allan tíman haft fulla stjórn á málinu og hafi vakað yfir hverju fótmáli Íranans þar til hann var gripinn í garðinum við hús fyrrnefnds Norðmanns.

Norðmaðurinn sagði að hugsanlega hafi Íraninn átt að sinna upplýsingaöflun eða hræða Norðmenn og fá þá til að láta af stuðningi við málstað sem er Íran ekki þóknanlegur. Í versta falli hafi átt að ráða sig af dögum til að fjarlæga rödd sem er vinveitt Ísrael.

Talsmaður leyniþjónustunnar staðfesti að þetta hefði gerst en vildi ekki tjá sig frekar um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Í gær

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið