fbpx
Þriðjudagur 11.ágúst 2020
Pressan

Heita 1 milljón dollara í verðlaun fyrir upplýsingar um hvarf stúlku fyrir 50 árum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 13. janúar 2020 07:01

Cheryl Grimmer. Mynd:New South Wales Police

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 12. janúar 1970 hvarf Cheryl Grimmer, þriggja ára, þegar hún var með móður sinni og þremur bræðrum á ströndinni við Wollongong í New South Wales í Ástralíu. Síðan hefur ekkert til hennar spurst. Lögreglan er þess fullviss að Cheryl hafi verið numin á brott. Talið er víst að hún sé látin.

Lögreglan í New South Wales hefur nú heitið 1 milljón ástralskra dollara í verðlaun fyrir upplýsingar sem leiða til þess að hægt verði að handtaka þann eða þá sem stóðu að hvarfi Cheryl og fá viðkomandi sakfellda(n).

Á síðasta ári var gefin út ákæra á hendur karlmanni, sem ekki má nafngreina af lagalegum ástæðum, fyrir að hafa myrt Cheryl en málinu var vísað frá þar sem dómari úrskurðaði að lykilgögn málsins væru ógild og ekki mætti nota þau fyrir dómi. Um var að ræða samtal hins ákærða við lögregluna 1971 þar sem enginn fullorðinn eða lögmaður var viðstaddur samtalið og það gerir það ónothæft fyrir dómi samkvæmt úrskurði dómarans.

Sky skýrir frá þessu.

Cheryl Grimmer með bræðrum sínum. Mynd:New South Wales Police

Dánardómsstjóri úrskurðaði Cheryl látna 2011 en gat ekki skorið úr um dánarorsökina þar sem lík hennar hefur ekki fundist. Lögreglan vinnur út frá þeirri kenningu að hún hafi verið drepin skömmu eftir að hún var numin á brott en hefur þó ekki útilokað aðra möguleika.

Bróðir hennar, Ricki Nash, segir að engin orð dugi til að lýsa þeim sársauka sem fylgi því að missa systur sína eða þeim áhrifum sem hvarf hennar hafði á alla fjölskylduna.

„Daglega erum við minnt á að hún var tekin frá okkur og við vonum að þessi verðlaun dugi til að tryggja að réttlætið nái fram að ganga fyrir hana.“

Daniel Doherty, stjórnandi morðdeildar lögreglunnar, segir að verið sé að reyna að höfða til fólks sem viti eitthvað um málið en hafi ekki skýrt frá vitneskju sinni.

„Vitni sáu óþekktan karlmann bera Cheryl í átt að bílastæðinu fyrir 50 árum en síðan hefur ekkert til hennar spurst. Við fögnum öllum upplýsingum sem geta komið að gagni við rannsóknina. Núna eru milljón ástæður til að gefa sig fram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Fyrir 4 dögum

Endaði afklæddur á götunni eftir misheppnað rán – Sjáðu myndbandið

Endaði afklæddur á götunni eftir misheppnað rán – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óvanaleg aðvörun frá dönsku veðurstofunni – „Ekki eitthvað sem við sjáum daglega“

Óvanaleg aðvörun frá dönsku veðurstofunni – „Ekki eitthvað sem við sjáum daglega“