Sunnudagur 26.janúar 2020
Pressan

Eiginkonan fór ein því flugmiðinn hans var ógildur – Flugvélin fórst andartaki síðar

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 10. janúar 2020 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mohsen Ahmadipour og eiginkona hans, Roja Azadian, voru á leið heim til Kanada í vikunni eftir að hafa heimsótt fjölskyldur sínar í Íran um áramótin. Eitthvað varð til þess að Mohsen fékk ekki að fara um borð því miðinn sem hann hafði keypt reyndist ógildur. Það varð honum til lífs því stuttu síðar brotlenti vélin.

Eiginkona hans var á meðal þeirra 176 sem fórust þegar flugvél Ukrainian International Airlines fórst skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Tehran í vikunni. Rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir en bandarísk og kanadísk yfirvöld segja margt benda til þess að flugskeyti hafi grandað vélinni.

Miðavandamálið varð til þess að Roja Azadian fór um borð í vélina ein en Mohsen tjáði eiginkonu sinni að hann hygðist finna annað flug. Þau sáust aldrei aftur og komst Roja að því að vélin hafði farist þegar hann var enn inni í flugstöðinni, að því er segir í frétt Ottawa Citizen.

63 Kanadamenn voru um borð í flugvélinni sem var á leið til Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu. Ekki hefur verið flogið beint á milli Írans og Kanada frá árinu 2012 þegar stjórnmálasambandi ríkjanna var slitið. Því hafa farþegar þurft að fljúga til annarra ríkja, Úkraínu í þessu tilviki, til að komast til landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Besta atvinnutækifæri ársins? Auglýsa eftir fólki til að annast reksturs kaffihúss á lítilli eyju – Ókeypis húsnæði og uppihald

Besta atvinnutækifæri ársins? Auglýsa eftir fólki til að annast reksturs kaffihúss á lítilli eyju – Ókeypis húsnæði og uppihald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Undraðist mikla rafmagnsnotkun í sumarbústaðnum – Ókunnugur maður átti sökina

Undraðist mikla rafmagnsnotkun í sumarbústaðnum – Ókunnugur maður átti sökina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maður reyndi að smygla lifandi fuglum í ferðatöskunni sinni

Maður reyndi að smygla lifandi fuglum í ferðatöskunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Moldrík eiginkona vekur grun um að nýr forsætisráðherra Rússlands hafi auðgast á spillingu

Moldrík eiginkona vekur grun um að nýr forsætisráðherra Rússlands hafi auðgast á spillingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sturlaðist þegar hann taldi viðskiptafélaga sinn hafa svikið sig

Sturlaðist þegar hann taldi viðskiptafélaga sinn hafa svikið sig
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átti sér þann draum að búa og starfa á Íslandi – Fannst látinn fjórum dögum eftir að hann hvarf

Átti sér þann draum að búa og starfa á Íslandi – Fannst látinn fjórum dögum eftir að hann hvarf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný rannsókn – Köttinn þinn langar að éta þig

Ný rannsókn – Köttinn þinn langar að éta þig
Pressan
Fyrir 4 dögum

Spá allt að 30 prósenta hækkun á gullverði

Spá allt að 30 prósenta hækkun á gullverði