fbpx
Fimmtudagur 28.maí 2020
Pressan

Áhrifavaldur skýrir frá stóra leyndarmáli sínu – Búin að lifa með því í sex ár

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. janúar 2020 06:00

Mathilda Högberg. Mynd:Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mathilda Högberg er vinsæll áhrifavaldur í Svíþjóð. Síðustu sex árin hefur hún haldið svolitlu leyndu fyrir fylgjendum sínum en hún hefur lifibrauð sitt af því að leyfa fólki að fylgjast með sér á samfélagsmiðlum. Hún ferðast mikið, fer í lúxusferðir, og oft er unnusti hennar með í för.

En í öll þess ár sem hún hefur verið áhrifavaldur hefur hún haldið einu atriði leyndu en ákvað nýlega að skýra frá því.

„Það er ekki hægt að lýsa tilfinningunni að geta loksins verið ég sjálf.“

Sagði hún í samtali við Expressen.

Saga hennar hefst árið 1994 þegar lítið barn kom í heiminn í bæ nærri Gautaborg. Barnið fékk nafnið Marcus. Þegar drengurinn var að alast upp fannst honum eins og eitthvað væri ekki eins og það átti að vera en skildi ekki hvað það var. En ástæðan var að Marcus leið eins og stúlku.

„Ég áttaði mig ekki á þessu. Þegar ég byrjaði í skóla var ég svo öfundsjúk út í hinar stelpurnar. Hvernig þeir klæddu sig og hvernig fólk hegðaði sér í kringum þær.“

Vendipunkturinn var þegar Marcus var 15 ára og sá heimildamynd um transfólk.

„Allt í einu skildi ég hverja einustu hugsun, augnablik og tilfinningu í lífi mínu. Ég vissi ekki einu sinni að það væri eitthvað til sem hét að vera trans en ég skildi að ég var trans.“

Sagði Mathilda í samtali við Expressen.

Hún fór beint til foreldra sinna eftir að hafa sé heimildamyndina og sýndu þau ósk hennar um að fá að skipta um kyn mikinn skilning. Hún hefur nú lifað sem kona í sex ár en hefur ekki þorað að segja fylgjendum sínum þetta fyrr en nú. Það gerði hún í myndbandi sem hún birti á YouTube.

Hún segist hafa verið smeyk við að skýra frá þessu en vonast til að þetta geti breytt einhverju og dregið úr hatri og fordómum í garð transfólks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Japanir ræða um 26 þúsund króna ferðaávísun

Japanir ræða um 26 þúsund króna ferðaávísun
Í gær

Kynning á veiðisvæðum Þingvallavatns og Úlfljótsvatns

Kynning á veiðisvæðum Þingvallavatns og Úlfljótsvatns
Pressan
Í gær

Ætlaði að skila vörum við kassann – Óvænt viðbrögð afgreiðslustúlkunnar

Ætlaði að skila vörum við kassann – Óvænt viðbrögð afgreiðslustúlkunnar
Pressan
Í gær

Fjórir lögreglumenn reknir úr starfi eftir andlát svarts manns – „Það sem ég sá var svo rangt“

Fjórir lögreglumenn reknir úr starfi eftir andlát svarts manns – „Það sem ég sá var svo rangt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hér gæti ný og enn hættulegri kórónuveira borist í fólk

Hér gæti ný og enn hættulegri kórónuveira borist í fólk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að Tom Hagen hafi blekkt lögregluna

Telja að Tom Hagen hafi blekkt lögregluna