fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

41 drepinn í 320 skotárásum í Svíþjóð á síðasta ári

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. janúar 2020 07:02

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir mikla vinnu lögreglunnar og aukna löggæslu í Svíþjóð eru glæpagengi og gróft ofbeldi nær daglegt brauð í landinu. Ofbeldið hefur nú breiðst út til minni bæja og norðurhluta landsins en samt sem áður telja yfirvöld að þróunin sé á réttri leið.

En tölfræði fyrir síðasta ár yfir afbrot er ekki skemmtilesning fyrir Svía. Margir hafa eflaust á tilfinningunni að skotárásir séu nær daglegt brauð hjá þessari frændþjóð okkar og það er ekki svo fjarri raunveruleikanum ef tölfræðin er skoðuð.

320 skotárásir voru skráðar í landinu á síðasta ári og 41 var skotinn til bana. Sá síðasti á gamlársdag í Rinkeby norðvestan við Stokkhólm. Þetta er svipaður fjöldi og var skotin til bana árin á undan. Flestir voru skotnir í Stokkhólmi eða 16 og 10 í suðurhluta landsins.

Í Malmö batnaði ástandið frá 2018 en á síðasta ári voru sjö skotnir til bana í borginni í 37 árásum. 2018 voru árásirnar 47 og fórnarlömbin tólf. Síðasta ár er athyglisvert fyrir þær sakir að ekki hafa verið svo fáar skotárásir á einu ári í Malmö undanfarin sex ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Í gær

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið