fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Pressan

Trump segir mögulegt að COVID-bóluefni verði tilbúið fyrir kjördag – „Ég vil bjarga mannslífum“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 6. ágúst 2020 20:21

Donald Trump fyrrum Bandaríkjaforseti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti gaf í dag til kynna að Bandaríkin verði tilbúin með bóluefni við COVID-19 sjúkdóminum í nóvember á þessu áru og jafnvel áður en gengið verður til forsetakosninga þar ytra sem munu eiga sér stað þann 3. nóvember næstkomandi.

Þessi yfirlýsing forsetans kom töluvert á óvart þar sem áður hafði verið reiknað með að mun lengri tíma tæki að fullklára bóluefni, og stangast því þessi fullyrðing á við allar yfirlýsingar sem hafa komið frá heilbrigðisstarfsfólki Hvíta hússins.

Trump var inntur eftir því hvort að hann teldi það honum til framdráttar í komandi kosningum ef bóluefnið væri tilbúið og þá svaraði hann. „Það gæti ekki sakað, En ég er ekki að þessu fyrir kosningarnar, ég vil bjarga mannslífum“.

Heilbrigðisstofnanir í Bandaríkjunum hafa gefið það út að enginn afsláttur verði gefinn í þróun bóluefnisins til að flýta fyrir tilvist þess. Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Alex Azar, hefur neitað því að þróun bóluefnisins sé orðin pólitísk og vildi ekki gefa upp hvort hann hefði trú á því að bóluefnið yrði tilbúið fyrir kjördag.

Trump gengur nú hart eftir því að lífið í Bandaríkjum komist aftur í sinn vanagang og að skólar verði opnar að nýju. Fer hann fram á slíkt jafnvel þó að enn láti að meðaltali þúsund Bandaríkjamenn lífið vegna COVID-19 á degi hverjum.

Trump vakti einnig athygli í gær þegar samfélagsmiðlar ritskoðuðu fullyrðingar hans um að börn væru ónæm fyrir sjúkdóminum og var ritskoðun sú réttlæt með þeim rökum að fullyrðingar forsetans væru skaðlegar fals-fréttir.

Frétt Reuters

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision
Pressan
Í gær

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bankabækur Dana tútna út

Bankabækur Dana tútna út
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga
Pressan
Fyrir 4 dögum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari