fbpx
Miðvikudagur 08.júlí 2020
Pressan

Fengu óhugnanleg skilaboð á pizzunni sinni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 1. júlí 2020 05:40

Umrædd pizza. Mynd: MISTY LASKA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónunum Jason og Misty Laska brá mjög í brún nýlega þegar þau opnuðu pizzukassa frá Little Caesar veitingastað í Ohio. Þau höfðu pantað pizzu með pepperoní og hafði pepperoníið verði notað til að mynd hakakross.

CNN skýrir frá þessu. Hjónunum brá mjög við þetta og birtu í kjölfarið mynd af pizzunni á samfélagsmiðlum.

„Í smá stund sögðum við ekki neitt, þar til konan mín spurði mig hvort ég ætti hlut að máli.“

Sagði Jason í samtali við CNN og bætti við að hann hefði ekki haft neitt með þetta að gera.

Hjónin birtu myndir af pizzunni og settu sig í samband við eiganda veitingastaðarins.

„Það eru atburðir eins og þessi sem halda lífi í því hatri sem er til staðar í heiminum. Við höfum öll þörf fyrir það gagnstæða á þessum tímum.“

Sagði Jason.

Tveir starfsmenn veitingastaðarins játuðu að hafa gert hakakrossinn á pizzuna og eru þeir nú atvinnulausir.

„Við höfum ekkert umburðarlyndi gagnvart kynþáttahatri og misrétti í hvaða formi sem það er og það voru mikil vonbrigði að þetta skyldi gerast. Þetta gengur þvert á þau gildi sem við stöndum fyrir.“

Sagði Jill Proctor, talsmaður Little Ceasar keðjunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Instagramstjarna grunuð um að reyna að stela 100 milljónum punda frá liði í ensku úrvaldsdeildinni

Instagramstjarna grunuð um að reyna að stela 100 milljónum punda frá liði í ensku úrvaldsdeildinni
Pressan
Í gær

5.433 hafa látist af völdum COVID-19 í Svíþjóð – Búa sig undir aðra bylgju

5.433 hafa látist af völdum COVID-19 í Svíþjóð – Búa sig undir aðra bylgju
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Enginn fer inn og enginn fer út“ – Íbúar í 9 blokkum lokaðir inni næstu fimm daga

„Enginn fer inn og enginn fer út“ – Íbúar í 9 blokkum lokaðir inni næstu fimm daga
Pressan
Fyrir 2 dögum

200 vísindamenn reyna að ná eyrum WHO – Kórónuveiran getur svifið lengi í loftinu

200 vísindamenn reyna að ná eyrum WHO – Kórónuveiran getur svifið lengi í loftinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að líf sé að finna í hafi eins tungla Júpíters

Telja að líf sé að finna í hafi eins tungla Júpíters
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bjó með líki móður sinnar í fimm ár

Bjó með líki móður sinnar í fimm ár