fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Pressan

Obama um George Floyd málið – „Ég sá aldraða svarta konu grátandi í viðtali í dag“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 1. júní 2020 16:20

Barack Obama.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nú þegar milljónir manna um allt land hafa hópast út á götur til að láta í sér heyra vegna dráps á George Floyd og misréttis í refsikerfinu, hafa margir velt fyrir sér hvernig megi nýta þessa vakningu til að koma á varanlegum breytingum.“ Svona hefst færsla fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Barack Obama, á Facebook þar sem hann tjáir sig um dauða George Floyd sem lést eftir harðræði af hálfu lögreglunnar. Floyd var svartur og tengja margir harðræðið við kerfisbundið ofbeldi lögreglu í garð svartra.

Obama segir að saga af misrétti og fordómum gegn svörtu fólki í Bandaríkjunum geti kennt framtíðarkynslóðum ýmislegt. Þrátt fyrir þær óeirðir sem hafa átt sé stað í landinu þurfi að muna að að það sé minnihlutinn sem er að grípi til ofbeldisfullra aðgerða. Meirihluti mótmælenda kjósa friðsamlegar leiðir.

Meirihluti friðsamur

„Yfirgnæfandi meirihluti þátttakenda í þessu mótmælum hafa verið friðsamir, hugrakkir, ábyrgir og hvetjandi. Þeir eiga skilið virðingu okkar og stuðning – ekki fordæmingu,“ segir Obama. „Hins vegar er það lítill minnihluti sem hefur gripið til ofbeldis í mismunandi formi, hvort sem það er vegna raunverulegrar reiði eða hvort um tækifærissinna er að ræða. Þeir eru að stofna saklausu fólki í hættu og ýta undir eyðileggingu heilu hverfanna og beina athygli manna frá því sem skiptir máli.“

„Ég sá aldraða svarta konu grátandi“

Obama bendir á að óeirðir og skemmdaverk eigi sér nú stað í hverfum þar sem félagslegur vandi er mikill og því sé ekki á þau bætandi að mótmælendur séu að brenna hverfin nánast til kaldra kola. Hann segir gott dæmi um þetta hafa birst í sjónvarpinu þar sem viðtal var tekið við eldri konu sem var miður sín vegna atviks sem hafði átt sér stað í hverfi hennar.

„Ég sá aldraða svarta konu grátandi í viðtali í dag því eina matvöruverslunin í hverfi hennar hafði verið lögð í rúst. Ef sagan kennir okkur eitthvað þá er það að það gæti tekið einhver ár fyrir þessa búð að opna aftur. Svo við skulum ekki afsaka ofbeldi, réttlæta það eða taka þátt í því. Ef við viljum að réttarkerfið okkar, og bandarískt samfélag, starfi eftir betri siðferðisreglum þá verðum við að vera fyrirmyndir.“

Mikilvægt að kjósa til að sjá breytingar

Obama bendir líka á að val manna sem eru reiðir vegna stöðu mála svartra í Bandaríkjunum standi ekki á milli þess að mótmæla eða kjósa. Það þurfi að gera bæði. Kjörnir fulltrúar ráði á endanum hvað sé leitt í lög, hverjir séu skipaðir lögreglustjórar, og oft hverjir hafi eftirlit með lögreglu. Engu að síður sé kosningaþátttaka ungs fólks í Bandaríkjunum sorglega lítil. Sérstaklega þegar kemur að sveitastjórnarmálum.

„Borgarstjórar og sveitarstjórar skipa lögreglustjóra og semja við stéttarfélög lögreglumanna. Það eru héraðssaksóknarar og saksóknarar sem ákveða hvort eigi að rannsaka og ákæra þá lögreglumenn sem sakaðir eru um brot í starfi. Á sumum stöðum eru það einnig kjörnir fulltrúar sem skipa eftirlitsnefndir með störfum lögreglu. Því miður er kosningaþátttaka í svona sveitarstjórnarkosningum skammarlega lítil, sérstaklega meðal unga fólksins – sem er furðulegt í ljósi þeirra beinu áhrifa sem þessir kjörnu fulltrúar hafa á vandamál félagslega kerfisins, svo ekki sé minnst á að það eru oft bara nokkur þúsund atkvæði sem hafa áhrif á um hverjir ná kjöri og hverjir ekki. Jafnvel aðeins nokkur hundruð.“ 

Til að framkalla raunverulegar breytingar í samfélaginu þurfi því að huga að bæði mótmælum og nýtingu kosningarréttar. Fólk getur mótmælt  til að vekja athygli á misrétti og síðan þarf fólk að nýta lýðræðislegan kosningarétt til að fá kjörna fulltrúa sem eru tilbúnir að standa fyrir þeim breytingum sem fólk vilja sjá.

Erfiðir og niðurdrepandi mánuðir

Að lokum minntist Obama á að síðustu mánuðir hefðu reynst þjóðinni erfiðir og mál Floyd hefði því enn meiri áhrif.

„Ég veit að þessir síðustu mánuðir hafa verið erfiðir og niðurdrepandi.  Ótti, sorg, óvissa og erfiðleikar faraldursins urðu enn verri vegna sorglegra minninga um áhrif fordóma og misréttis á daglegt líf í Bandaríkjunum. En þegar ég horfi á upprisu aktívisma meðal unga fólksins okkar síðustu vikur þá verð ég vongóður. Ef við getum í framhaldinu beint réttlátri reiði okkar í friðsamlegar, sjálfbærar og skilvirkar aðgerðir, þá getur þessi tími markað viðsnúning hjá þjóðinni okkar á þeirri löngu för hennar að uppfylla kröfur okkar til samtímans. 

Hefjumst nú handa“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig
Pressan
Í gær

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti