fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Pressan

Trump er ósáttur við Fox News

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 5. maí 2020 16:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur lengi verið kært á milli Donald Trump og hinnar hægrisinnuðu fréttastöðvar Fox News en nú hefur snuðra hlaupið á þráðinn. Að minnsta kosti er Trump ósáttur við stöðina og lýsir eftir annarri stöð sem geti flutt fréttir eins og hann vill hafa þær.

The Guardian skýrir frá þessu. Trump hefur ráðist að Fox News fyrir að flytja boðskap frá demókrötum gagnrýnislaust.

„Fox News skilur ekki hvað er að gerast. Þeir segja frá sjónarmiðum demókrata án þess að hika eða nota tíma til að rannsaka hann.“

Segir The Guardian að Trump hafi tíst. Hann hefur gagnrýnt stöðina undanfarna mánuði og finnst hún greinilega ekki nógu hliðholl honum sjálfum.

Hann hefur ekki skýrt beint frá hvað hann er svona ósáttur við en hugsanlega eru það auglýsingar andstæðinga hans, sem hafa verið sýndar á stöðinni að undanförnu, sem hann er ósáttur við. Hópur repúblikana, sem er andsnúinn Trump, Republicans for the Rule of Law, hafa keypt auglýsingatíma í þættinum Fox & Friends. Í auglýsingunum er Trump tengdur við meintan skort á viðbrögðum við heimsfaraldri COVID-19.

„50.000 eru látnir.“ Segir í upphafi auglýsinganna og síðan koma myndir af Trump þar sem hann segir að „öflugt ljós geti læknað sýkta“. Þeim lýkur með orðunum „Óhæfur, ólíðandi, óásættanlegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári
Pressan
Fyrir 5 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru