fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Hauskúpur varpa ljósi á sögu mannkynsins

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 23. apríl 2020 19:30

Hauskúpan sem um ræðir. Mynd:Andy Herries, Jessie Martin og Joannes-Boyau

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag lifir aðeins ein tegund manna hér á jörðinni, það er tegundin okkar Homo sapiens. En svona hefur þetta ekki alltaf verið. Fyrir tveimur milljónum ára bjuggu þrjár tegundir manna, sem eru náskyldar tegundinni okkar, nærri hver annarri þar sem nú er Suður-Afríka.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem voru nýlega birtar í vísindaritinu Science segir í umfjöllun Smithsonian Magazine.

Fram kemur að vísindamenn hafi fundið bein úr tegundunum Australopithecus africanus, Paranthropus robustus og Homo erectus, sem kom á undan Homo sapiens, í hellum nærri Jóhannesarborg. Ekki er vitað hversu mikil samskipti voru á milli tegundanna en gögn benda til að þær hafi lifað saman í nokkurri sátt.

„Við vitum að þessi gamla hugmynd, um að þegar ein tegund verði til deyi önnur tegund út án þess að þær skarist, stenst ekki.“

Er haft eftir Andy Herries, steingervingafræðingi við La Trobe háskólann í Ástralíu.

Í nýju rannsókninni fundust elstu leifarnar sem fundist hafa til þessa af höfuðkúpu Homo erectus. Smithsonian Magazine segir að steingervingarnir séu taldir vera á milli 2,04 milljón ára og 1,95 milljón ára. Það er 100.000 árum eldra en áður var talið.

Ekki eru allir steingervingafræðingar sannfærðir um að höfuðkúpan sé af Homo erectus. Rick Potts sagði í samtali við Smithsonian Magazine að höfuðkúpa sé af 2-3 ára barni og það geri rannsókn hennar erfiðari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?