fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Trump stefnir á að opna Bandaríkin á nýjan leik – „Hann er greinilega ekki í tengslum við raunveruleikann“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 26. mars 2020 18:30

Donald Trump. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur að undanförnu sagt að hann stefni á að aflétta þeim hömlum sem settar hafa verið á daglegt líf margra Bandaríkjamanna að undanförnu vegna COVID-19 heimsfaraldursins og koma samfélaginu í gang á nýjan leik. Hann hefur nefnt að hann vilji fá fólk í vinnu fyrir páska og að kirkjur landsins verði fullsetnar á páskadag. Með þessu fer hann gegn ráðleggingum sérfræðinga.

„Við opnum þetta frábæra land. Við neyðumst til þess.“

Sagði hann á þriðjudaginn í viðtali við Fox News.

Í augum margra skýtur skökku við að Trump hyggist opna landið því það er nú meðal þeirra ríkja sem verst hefur orðið úti í faraldrinum. Um 1.000 hafa látist þar í landi og staðfest smittilfelli eru um 70.000.

Staðan er mjög slæm í sumum ríkjum, til dæmis í New York þar sem skortur á öndunarvélum er yfirvofandi.

En Trump lætur peningana ganga fyrir og segir að hann vilji ekki láta þennan banvæna heimsfaraldur „valda langvarandi efnahagsvanda“.

Bandarískt efnahagslíf á í vök að verjast vegna faraldursins eins og víða annarsstaðar er efnahagslífið að stórum hluta lamað. Atvinnuleysi eykst og mun væntanlega verða meira en í kjölfar fjármálakreppunnar 2008.

„Trump er greinilega ekki í tengslum við raunveruleikann.“

Sagði Dr. Tina Tan, hjá Infectious Diseases Society of America, í samtali við CNBC.

„Þetta er upphafið að stórum lýðheilsuhörmungum. Ég veit ekki hvar Trump fær upplýsingar en það skortir mikið á þær.“

Sagði hún einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Í gær

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið