fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Pressan

Heiðursorðu stríðshetju var stolið – 34 árum síðar kom sannleikurinn í ljós

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. febrúar 2020 06:00

Alan Turing. Mynd:The Art Archive

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dag einn árið 1984 birtist kona í hinum virta heimavistarskóla Sherborne á sunnanverðu Englandi. Hún kynnti sig sem „Julia Turing“ og sagðist vera dóttir Alan Turing sem var hetja úr síðari heimsstyrjöldinni. Hann var einn þeirra sem tók þátt í að ráða dulmál nasista.

Konan sagði starfsfólki að hún væri að vinna að rannsóknarverkefni um Turing og fékk það til að afhenda sér kassa sem innihélt muni sem höfðu verið í eigu Turing. Þar á meðal var heiðursorða sem hann hafði fengið fyrir framlag sitt til baráttunnar gegn nasistum og doktorsprófskírteini hans frá Princeton háskólanum.

En það voru vissir gallar á frásögn konunnar. Fyrir það fyrsta átti Turin engin börn og þessu utan var konan, sem sagðist heita Jula Turing, ekki að vinna að neinni rannsókn.

En konan tæmdi kassann og setti miða í hann þar sem hún baðst fyrirgefningar og sagði að hlutunum yrði skilað aftur dag einn.

En árin liðu án þess að hlutirnir skiluðu sér aftur til Sherborne og með tímanum urðu skólastjórnendur að viðurkenna að þeir myndu líklegast aldrei fá þá aftur. En rúmlega 34 árum síðar komst hreyfing á málið því 2018 setti umrædd kona sig í samband við Colorado háskóla í Bandaríkjunum og bauð honum heiðursorðuna og prófskírteinið til afnota á sýningu. En fræðimenn við skólann fylltust strax grunsemdum um að hlutirnir væru illa fengnir. Þeir settu sig í samband við alríkislögregluna FBI sem heimsótti konuna sem reyndist heita Jula Turing. Ekkert fannst við leit heima hjá henni en lögreglan gafst ekki upp og leitaði enn betur í húsinu. Það skilaði að lokum árangri því bak við kommóðu fannst prófskírteinið. Bak við vegg á baðherberginu fannst síðan rykug taska. Orðan var í henni.

Síðan fóru málavextir að skýrast enn frekar. Í ljós kom að Julia Turing hét áður Julia Schwinghamer en hún breytti eftirnafni sínu í Turing 1988, fjórum árum eftir þjófnaðinn. Einnig kom í ljós að hún hafði í gegnum árin reynt að senda falska muni til Sherborne í þeirri von að þeir yrðu álitnir ekta en án árangurs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision
Pressan
Í gær

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bankabækur Dana tútna út

Bankabækur Dana tútna út
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga
Pressan
Fyrir 4 dögum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari