fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Pressan

Dulbjó beinagrind til að geta komist hraðar ferðar sinnar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 28. janúar 2020 07:02

Umrædd beinagrind. Mynd:ARIZONA DEPARTMENT OF PUBLIC SAFETY

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumenn stóðu nýlega 62 ára ökumann að bíræfnu svindli í Arizona í Bandaríkjunum. Hann hafði komið beinagrind fyrir í bíl sínum og klætt hana í fatnað og sett hatt á hana. Tilgangurinn var að láta líta út fyrir að einhver væri í bílnum auk ökumannsins og því mætti aka eftir sérstökum akreinum sem eru aðeins ætlaðar bílum sem fleiri en einn eru í.

Árlega standa lögreglumenn um 7.000 ökumenn að því að nota þessar akreinar þrátt fyrir að vera einir í bíl. En þessi ökumaður ákvað að reyna að láta líta út fyrir að hann væri ekki einn í bílnum og kom beinagrindinni því fyrir í framsætinu og festi hana með gulu bandi. En árvökulir laganna verðir létu ekki blekkjast og upp komst um svikin.

Ökumaðurinn var sektaður en ekki fer sögum af hversu há sektin var.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dagur frelsunar og hryllings

Dagur frelsunar og hryllings
Pressan
Í gær

Náðu myndum af mörg hundruð svörtum köngulóm í Inka borginni á Mars

Náðu myndum af mörg hundruð svörtum köngulóm í Inka borginni á Mars
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana