fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
433Sport

Hvað sögðu Adam og Arnar? – Ljóst að Arnar lét þessi orð falla um Erlend

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 6. maí 2024 21:09

Mynd/ Stöð2 Sport

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Grétarsson þjálfari Vals kallaði Erlend Eiríksson hið minnsta „Fokking fávita“ eftir að hafa fengið rauða spjaldið á hliðarlínunni í kvöld gegn Blikum.

Leiknum lauk með 3-2 sigri Vals þar sem Gylfi Þór Sigurðsson var allt í öllu.

Þá skömmu áður hafði Arnar lesið yfir fjórða dómara leiksins sem varð til þess að hann fékk rautt, Arnar var reiður yfir rauðu spjaldi sem Adam Ægir Pálsson fékk.

Adam sem var á gulu spjaldi virðist hafa látið nokkur vel valin orð falla sem varð til þess að hann fékk sitt seinna gula spjald.

Arnar fékk fimm leikja bann sumarið 2022 þegar hann var þjálfari KA en þá kallaði hann Svein Arnarson, aðstoðardómara þessum sömu orðum og hann kallaði Erlend í kvöld.

Arnar gæti því fengið meira en eins leiks bann en þrír af leikjunum fimm sem Arnar fékk árið 2022 voru fyrir þessi sömu orð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Pochettino útskýrir ummælin umdeildu – ,,Hvað þýðir það?“

Pochettino útskýrir ummælin umdeildu – ,,Hvað þýðir það?“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kristófer Acox viðurkennir að hafa tekið umdeilda ákvörðun – ,,Hægt og rólega var ég kominn svo djúpt inn í þetta“

Kristófer Acox viðurkennir að hafa tekið umdeilda ákvörðun – ,,Hægt og rólega var ég kominn svo djúpt inn í þetta“
433Sport
Í gær

Virðist gefa ýmislegt í skyn með nýju myndbandi – ,,Loading…“

Virðist gefa ýmislegt í skyn með nýju myndbandi – ,,Loading…“
433Sport
Í gær

Jóhann Berg kveður Burnley eftir átta ár – Fer í sögubækur félagsins

Jóhann Berg kveður Burnley eftir átta ár – Fer í sögubækur félagsins
433Sport
Í gær

Modric biður um nýjan samning – Launin skipta engu máli

Modric biður um nýjan samning – Launin skipta engu máli
433Sport
Í gær

Var ekki valinn í franska landsliðshópinn þrátt fyrir frábært tímabil – Getur spilað fyrir þrjú önnur lönd

Var ekki valinn í franska landsliðshópinn þrátt fyrir frábært tímabil – Getur spilað fyrir þrjú önnur lönd