fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Pressan

Ríkustu 22 karlarnir eiga meira en allar 325 milljón konurnar í Afríku

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 20. janúar 2020 18:00

Jeff Bezos, stofnandi Amazon, er sá ríkasti í heimi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samanlögð auðæfi 22 ríkustu karla heims eru meiri en samanlögð auðæfi allra þeirra 325 milljón kvenna sem eiga heima í Afríku.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Oxfam International, en um er að ræða bandalag 13 samtaka í fjölmörgum löndum sem vinna gegn fátækt og óréttlæti.

Í skýrslu samtakanna er ljósi varpað á ójöfnuð í heiminum og bent á það að þeir 2.153 sem mest eiga, svonefndir milljarðamæringar í daglegu tali, eigi meira en þeir 4,6 milljarðar manna sem taldir eru til fátækustu íbúa heims.

Og þeir sem tilheyra ríkasta eina prósentinu eiga 45 prósent af öllum auðæfum heimsins. Ef þeir myndu greiða örlítið meiri skatt, hálft prósent, myndi það duga til að skapa 117 milljón ný störf á næstu tíu árum.

Í niðurstöðum skýrslunnar kemur fram að auðæfi ríkustu karlanna séu metin á 976 milljarða punda en auðæfi allra kvenna í Afríku, ríkra og fátækra, séu metin á 951 milljarð punda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ökumaður í hörmulegu bílslysi í Flórída á ekki von á góðu

Ökumaður í hörmulegu bílslysi í Flórída á ekki von á góðu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leyniskyttan sem setti heimsmet skýrir frá – Svona langan tíma tók þetta

Leyniskyttan sem setti heimsmet skýrir frá – Svona langan tíma tók þetta
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Krísa af stærstu gerð“

„Krísa af stærstu gerð“