fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Pressan

Gróðureldarnir í Ástralíu eru forsmekkurinn af því sem koma skal

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 13. janúar 2020 08:01

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú þegar hefur landsvæði á stærð við Ísland brunnið í hinum miklu gróðureldum sem hafa logað mánuðum saman í Ástralíu. Að minnsta kosti 25 manns hafa látið lífið, talið er að um einn milljarður dýra hafi orðið eldunum að bráð og um 2.000 heimili hafa brunnið. Allt er þetta svo stórt og ofsafengið að það er eiginlega erfitt að skilja þetta á köflum.

En ef reynt er að skilja þetta þá blasir við að eldarnir eru forsmekkurinn, aðvörun, um það sem bíður okkar í framtíðinni eftir því sem meðalhitastigið hækkar vegna loftslagsbreytinganna. Þetta segir bandaríski loftslagssérfræðingurinn og prófessorin Christopher Field. Hann er forstjóri umhverfisrannsóknardeildar Stanford háskóla og var meðstjórnandi í loftslagsráði Sameinuðu þjóðanna frá 2008 til 2015.

Hann segir að á þeim svæðum, þar sem nú þegar hefur brunnið og brennur þessa stundina, verði hættan á gróðureldum í framtíðinni enn meiri vegna meiri hita og þurrka. Þetta lengi það tímabil sem eldhætta er og sé ávísun á meira eldsneyti fyrir eldana. Þetta eigi við í Ástralíu og annarsstaðar í heiminum þar sem skógar- og gróðureldar hafa logað á undanförnum misserum.  Þar má nefna Kaliforníu, Amazon og við Miðjarðarhafið.

Gróðureldar eru eðlilegir

Gróðureldar eru eðlilegur hlutur í Ástralíu en ekki að þessu sinni. Þeir eru hluti af vistkerfinu og margar plöntutegundir eru háðar gróðureldum til að geta spírað og vaxið á nýjan leik. En umfang eldanna að þessu sinni er miklu meira en eðlilegt getur talist en nú hafa rúmlega 100.000 ferkílómetrar lands brunnið. Auk þess byrjuðu eldarnir óvenjulega snemma.

Frá eldunum í Ástralíu.

Í september sendi ástralska veðurstofan, BOM, frá sér aðvörun um mikla eldhættu fyrir suðausturhluta Queensland og norðausturhluta New South Wales sem er fjölmennasta ríki Ástralíu. September er fyrsti vormánuðurinn í Ástralíu en yfirleitt kvikna stórir gróðureldar í New South Wales, þar sem eldarnir hafa verið verstir að þessu sinni, seinna á vorin og á sumrin. En síðasta ár var sérstaklega heitt og þurrt í Ástralíu, það hlýjasta og þurrasta síðan veðurathuganir hófust í heimsálfunni.

Loftslagsbreytingarnar eru sem eldiviður á bálið

Samblanda veðurfarslegra atriða er helsta ástæða eldanna að þessu sinni og greina þarf á milli þeirra og loftslagsbreytinganna. Þetta segir bandaríski loftslagssérfræðingurinn Zeke Hausfather, forstjóri loftslagsrannsókna hjá The Breakthrough Institute.

Hann segir að tvær af aðalástæðum hins óvenjulega veðurfars á síðasta ári megi rekja til veðurfyrirbrigðanna Indian Ocean Dipole og Southern Annular Mode. Eðlilegar sveiflur í veðrinu eigi einnig sinn hlut að máli hvað varðar öfgafullt veðurfar á síðasta ári en það hafi skapað skilyrðin fyrir eldunum. Eftir því sem meðalhitinn muni hækka á næstu árum verði fleiri ár þar sem hita- og kuldamet verða slegin segir hann. Hann segir að loftslagsbreytingarnar séu eins og aukaeldsneyti á eldinn á árum þar sem hitinn er mjög mikill. Þær orsaki í sjálfu sér ekki eldana en eigi hlut að máli við að mynda skilyrði fyrir elda sem verða sífellt stærri og meira eyðileggjandi.

Hann telur ólíklegt að hitabylgjan á síðasta ári í Ástralíu hefði orðið í heimi þar sem loftslagsbreytingar væru ekki að eiga sér stað. Christopher Field er þessu sammála.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Prófessor segir að háskólanemar stundi ekki nógu mikið kynlíf og það ýti þeim út í þetta

Prófessor segir að háskólanemar stundi ekki nógu mikið kynlíf og það ýti þeim út í þetta
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna skaltu aldrei haga þér illa í flugvél

Þess vegna skaltu aldrei haga þér illa í flugvél