fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Pressan

Virða hættuna á nýjum hörmungum að engu – Nýjar byggingar spretta upp

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. janúar 2020 07:01

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á annan dag jóla 2004 skall gríðarleg flóðbylgja á strendur sjö ríkja við Indlandshaf. Hún myndaðist þegar jarðskjálfti, sem mældist 9,1 að styrkleika, varð í Indlandshafi. Rúmlega 230.000 manns létust í flóðbylgjunni, þar af 168.000 í Indónesíu.

Arif Munandar missti eiginkonu sína og þrjá syni auk tuttugu annarra ættingja í flóðbylgjunni sem skall á bænum Banda Aceh á Súmötru. Hún var 12 metra há. En nú hafa Arif og fjöldi annarra fengið leyfi hjá yfirvöldum til að byggja á nýjan leik á þessu láglendissvæði í Banda Aceh þrátt fyrir að önnur flóðbylgja geti riðið yfir hvenær sem er. Danska ríkisútvarpið skýrir frá þessu.

Embættismenn og sérfræðingar segja að leyfin séu gefin út þar sem indónesísk stjórnvöld hafi ekki getu til að framfylgja banni við  byggingu á þessu svæði og mörgum öðrum sem urðu illa úti í flóðbylgjunni. Einnig hefur það áhrif að íbúarnir vilja ekki flytja búferlum.

Nú eru 25.000 byggingar, þar á meðal íbúðarhús, atvinnuhúsnæði, opinberar byggingar og skólar, á mesta hættusvæðinu en það lagðist gjörsamlega í rúst í flóðbylgjunni miklu 2004. Embættismenn telja að um 50.000 manns búi á þessu svæði eða álíka fjöldi og fyrir flóðbylgjuna.

Í kjölfar flóðbylgjunnar íhuguðu indónesísk stjórnvöld að banna allar byggingframkvæmdir innan tveggja kílómetra frá ströndinni. En hætt var við þetta eftir að íbúarnir, sem lifa á fiskveiðum, efndu til mótmæla. Í staðinn fengu íbúarnir bætur svo þeir gætu byggt hús sín á nýjan leik. Ríkið eyddi einnig háum fjárhæðum í að byggja hús í bænum, á hættusvæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ökumaður í hörmulegu bílslysi í Flórída á ekki von á góðu

Ökumaður í hörmulegu bílslysi í Flórída á ekki von á góðu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leyniskyttan sem setti heimsmet skýrir frá – Svona langan tíma tók þetta

Leyniskyttan sem setti heimsmet skýrir frá – Svona langan tíma tók þetta
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Krísa af stærstu gerð“

„Krísa af stærstu gerð“