fbpx
Föstudagur 05.júní 2020
Pressan

Flugmaðurinn mætti ekki í flugið – Þá greip einn farþeganna til sinna ráða

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. september 2019 18:00

Vél frá easyJet.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega átti flugvél frá Easyjet að fljúga frá Manchester á Englandi til Alicante á Spáni. Þegar farþegarnir voru sestir og allt tilbúið tilkynnti flugstjórinn að ekki væri hægt að taka á loft því flugmaðurinn væri ekki mættur og ekki vitað hvort hann myndi mæta til starfa.

Þá gaf einn farþeganna, Michael Bradley, sig fram og bauðst til að setjast í flugmannssætið svo hægt væri að komast á áfangastað. The Independent skýrir frá þessu. Það vildi svo heppilega til að umræddur farþegi er flugmaður og starfar hjá EasyJet. Hann var í fríi og var á leið til Spánar í frí með fjölskyldu sinni.

Áður en hann gat sest í flugmannssætið varð að hafa samband við höfuðstöðvar Easyjet og fá heimild fyrir þessari breytingu á áhöfn. Eftir tveggja tíma töf var síðan hægt að taka á loft en þá höfðu tilskilin leyfi fengist.

Bradley var með öll nauðsynleg skjöl og pappíra meðferðis svo ekki þurfti að sækja þau gögn. Hann gat síðan tilkynnt farþegunum að búið væri að leysa málið en þeir yrðu að lifa með því að hann væri ekki í klassískum einkennisfatnaði flugmanna á leiðinni.

Ástæðan fyrir að flugmaðurinn mætti ekki var tæknileg mistök hjá frönsku flugumferðarstjórninni sem varð til þess að mörgum flugum var aflýst þennan dag og því voru færri starfsmenn Easyjet bókaðir til starfa en þörf var á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Í gær

Fiskurinn hefur allstaðar verið að gefa sig

Fiskurinn hefur allstaðar verið að gefa sig
Pressan
Í gær

Niðurlægingin er algjör

Niðurlægingin er algjör
Pressan
Í gær

Fingralangir apar – Stálu blóðprufum

Fingralangir apar – Stálu blóðprufum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Átakanlegt myndband – Lögreglan úðaði barn með piparúða

Átakanlegt myndband – Lögreglan úðaði barn með piparúða
Pressan
Fyrir 3 dögum

WHO spáir að bóluefni gegn kórónuveirunni verði tilbúið á árinu

WHO spáir að bóluefni gegn kórónuveirunni verði tilbúið á árinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir að krafturinn sé að fara úr kórónuveirunni

Segir að krafturinn sé að fara úr kórónuveirunni