fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Fengu 15 milljónir inn á bankareikninginn sinn – Nú eru þau í slæmum málum

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 9. september 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Robert og Tiffany Williams trúðu vart sínum eigin augum þegar þau kíktu inn á heimabankann sinn á dögunum. Skyndilega voru þau orðin 120 þúsund dölum, um fimmtán milljónum króna, ríkari.

Það var þann 31. maí að Robert og Tiffany tóku eftir greiðslunni frá BB&T bankanum. Þau höfðu ekki óskað eftir láni og vissu raunar ekkert hvernig peningarnir rötuðu inn á reikninginn. Þau voru þó ekkert að hafa fyrir því að hafa samband við bankann og spyrja hverju sætti. Þess í stað fóru þau á ærlegt eyðslufyllerí.

Frá 3. júní til 19. júní eyddu þau rúmum 100 þúsund dölum. Þau skiptu sér meðal annars jeppa, hjólhýsi og sportbíl á þessum rúmu tveimur vikum. Þau greiddu svo einhverja reikninga og létu vini og vandamenn fá samtals 15 þúsund dali.

Þegar mistökin í bankanum komu í ljós var upphæðin bakfærð sem gerði það að verkum að skyndilega voru Robert og Tiffany komin í 107 þúsund dali í mínus. Bankinn hafði samband við Tiffany sem hét því að ræða við Robert sinn um það hvernig þau ætluðu að greiða peningana til baka.

Í júlímánuði hafði ekkert heyrst í parinu og engin greiðsla verið innt af hendi. Þá báru ítrekaðar tilraun til að ná í parið engan árangur. Lögreglu var gert viðvart í kjölfarið og hafa Robert og Tiffany nú verið ákærð fyrir þjófnað á peningunum. Þau eiga dóm yfir höfði sér ef þau ná ekki að endurgreiða peningana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar