fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Á fimm ára stúlka að lifa eða deyja? Dómstóll verður að takast á við þessa erfiðu spurningu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. september 2019 06:00

Tafida Raqeeb. Mynd:Fjölskylda hennar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á næstunni þarf dómstóll í Lundúnum að taka ákvörðun um hvort læknar megi slökkva á öndunarvél, sem heldur fimm ára stúlku á lífi, eða hvort flytja megi hana á sjúkrahús á Ítalíu. Hér er tekist á um hver hefur rétt til að ákveða hvort barnið á að lifa eða deyja og er óhætt að segja að það sé ekki auðvelt mál sem dómstóllinn hefur fengið til úrlausnar.

Í byrjun febrúar varð hin fimm ára Tafida Raqeeb, sem býr í vesturhluta Lundúnaborgar, fyrir alvarlegum heilaskaða í kjölfar sjúkdóms í æðum. Hún hefur legið í öndunarvél á Royal London Hospital síðan. Læknar þar, sem hafa ráðfært sig við aðra sérfræðinga á Englandi og á Ítalíu, telja að hún sé algjörlega meðvitundarlaus og að ekki sé útlit fyrir neinn bata og því eigi að stöðva læknismeðferð hennar. Það þýðir að slökkva þarf á öndunarvélinni sem mun hafa í för með sér að hún mun væntanlega deyja innan klukkustundar.

En foreldrar hennar eru ósátt við að læknismeðferð Tafida verði hætt. Af þeim sökum hefur sjúkrahúsið nú farið með málið fyrir dóm til að fá gera það sjúkrahúsið segir vera „stúlkunni fyrir bestu“.

Foreldrar Tafida, Shelima Begum og Mohammed Raqeeb, hafa einnig farið með málið fyrir dóm. Þau hafa verið í sambandi við sjúkrahús í Genoa á Ítalíu sem þau segja að geta haldið Tafida á lífi. Þau vonast til að Tafida geti náð einhverjum bata þar. Þau hafa einnig fært rök fyrir að það brjóti gegn trúarsannfæringu þeirra, þau eru múslimar, ef Tafida verður látin deyja. Þá halda því þau einnig fram að það brjóti gegn rétti Tafida til frjálsar farar innan ESB ef hún fær ekki að fara til Genoa. Lögmaður þeirra segir að málið sé „versta martröð allra foreldra“. Hann hefur fyrir dómi varpað þeirri spurningu fram að ef það sé mögulegt að hægt sé að halda Tafida á lífi eða að hún taki jafnvel smá framförum „af hverju fær hún þá ekki tækifæri til þess?“.

Hefur vakið mikla athygli

Málið hefur vakið mikla athygli í Bretlandi en svipuð mál hafa komið þar upp á undanförnum árum. Eitt umtalaðasta málið snerist um kornabarnið Charlie Gard sem þjáðist af mjög sjaldgæfum sjúkdómi, sem aðeins 16 börn í heiminum þjáðust af, sem gerði að verkum að hann átti enga möguleika á að lifa af. Í því máli varð sjúkrahúsið að fara með málið fyrir dóm til að fá heimild til að slökkva á öndunarvélinni.

Foreldrar Charlie áfrýjuðu dómnum en þau vildu að Charlie fengi að fara til Bandaríkjanna þar sem hægt væri að gera tilraun á honum með nýja læknismeðferð. Þau töpuðu málinu einnig fyrir hæstarétti og reyndu þá að áfrýja málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu en hann hafnaði því að taka málið fyrir. Margir blönduðu sér í málið, þar á meðal Frans páfi sem sagði að sjúkrahús í Róm gæti haldið meðferðinni áfram og Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem lýsti yfir stuðningi við foreldrana. Charlie Gard lést skömmu fyrir eins árs afmæli sitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ömurlegt að missa auga: „Ég er miður mín alla daga út af því“

Ömurlegt að missa auga: „Ég er miður mín alla daga út af því“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

55 fermetra sumarhús til sölu – Ásett verð er 220 milljónir – Sjáðu myndirnar

55 fermetra sumarhús til sölu – Ásett verð er 220 milljónir – Sjáðu myndirnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fimm ótrúleg mál – Mannránin sem gleymast aldrei

Fimm ótrúleg mál – Mannránin sem gleymast aldrei