fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Fer varla út úr húsi lengur: Sannfærður um að hann hafi drepið einhvern

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 16. september 2019 11:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég ligg í rúminu, stundum í þrjá til fjóra mánuði, sannfærður um að ég hafi drepið einhvern,“ segir hinn 27 ára gamli Connor í býsna áhugaverðum heimildarþætti breska ríkisútvarpsins, BBC.

Connor er með áráttu- og þráhyggjuröskun (e. OCD) á háu stigi en þessi röskun einkennist oftar en ekki af síendurteknum og yfirþyrmandi kvíðatengdum hugsunum.

Connor var aðeins fjögurra ára gamall þegar hann varð fyrst var við þessi einkenni. Þau hafa þó farið stigversnandi með árunum og er nú svo komið að hann fer varla út úr húsi. Hann býr heima hjá foreldrum sínum þar sem hann á erfitt með að vera á vinnumarkaði vegna veikinda sinna.

Hugsanirnar sem Connor glímir við eru þess eðlis að hann hugsar stöðugt um að hann hafi gert einhverjum eitthvað. Hugsanirnar geta verið af kynferðislegum toga eða snúist um ofbeldi af einhverju tagi. „Þær snúast um að ég sé vondur en vilji ekki vera vondur,“ segir hann.

Connor féllst á að segja BBC sögu sína til að varpa ljósi á vandann, en ljóst er að mun fleiri en hann þjást af áráttu- og þráhyggjuröskun á háu stigi. Connor notar lyf sem eiga að minnka einkennin en hann segist ekki finna mikinn mun á sér þó hann taki lyfin að staðaldri. Þá hefur hann gengið til sálfræðings í hugræna atferlismeðferð og gengst nú undir meðferð sem kallast TMS og er einskonar segulörvun á heila. Vonast hann til að sú meðferð muni skila betri árangri en hinar.

Connor gengur um með myndavél á sér nær öllum stundum, en það gerir hann til að fullvissa sig um að hann hafi ekki gert neinum neitt.

Connor lýsir því hvernig hugsanirnar gera vart við sig. „Ég er til dæmis að keyra og keyri ofan í holu. Þá fer hausinn á fullt og ég fer að hugsa um að núna hafi ég keyrt á manneskju,“ segir hann. Öll fáum við óboðnar hugsanir en í tilfelli Connors valda þessar hugsanir honum mikilli vanlíðan og hann á erfitt með að losna við þær. Connor telur sig því þurfa að snúa við og kanna hvort hann hafi nokkuð ekið á manneskju. Þetta getur tekið hann nokkrar klukkustundir.

Hér að neðan má sjá innslag BBC um Connor.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Megrunarlyf á að stöðva dauðaferli heilafruma – „Þetta lofar góðu“

Megrunarlyf á að stöðva dauðaferli heilafruma – „Þetta lofar góðu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 3 dögum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn