fbpx
Mánudagur 16.september 2019  |
Pressan

Pantaði bjór á 900 krónur en greiddi 8,5 milljónir fyrir hann

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. september 2019 06:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Austurríski blaðamaðurinn Peter Lalor lenti í sannkallaðri martröð þegar hann pantaði sér bjór á hóteli í Englandi nýlega. Lalor er mikill bjóráhugamaður og ákvað að panta sér einn bjór á hótelinu. Hann átti að kosta sem svarar til um 900 íslenskra króna en þegar upp var staðið greiddi hann sem svarar til um 8,5 milljóna fyrir þennan eina bjór.

Lalor, sér ekki vel gleraugnalaus, og þegar hann greiddi fyrir bjórinn fékk hann á tilfinninguna að eitthvað væri óeðlilegt við reikninginn. Hann spurði því þjóninn hvað bjórinn hefði kostað og svaraði hún að hún hefði látið hann borga 10.000 sinnum meira fyrir hann en hann kostaði. CNN skýrir frá þessu.

Stjórnendur Malmaison hótelsins í Manchester á Englandi, þar sem þetta gerðist, lofuðu honum að þeir myndu strax biðja um ógildingu á greiðslukortafærslunni og að hún myndi aldrei fara í gegn. En það gerði hún samt sem áður. Lalor komst að því þegar eiginkona hans fór yfir stöðuna á bankareikningi þeirra og sá að það vantaði sem svarar til 8,5 milljóna íslenskra króna inn á hann.

Lalor þarf nú að bíða í allt að 10 daga eftir að fá peningana aftur inn á reikninginn sinn. Hótelið hefur beðið hann afsökunar og játar að mistök hafi verið gerð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fyrir 2 dögum

Rigningin hefur haft sitt að segja

Rigningin hefur haft sitt að segja
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Drepin af hundum sínum

Drepin af hundum sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina