Lalor, sér ekki vel gleraugnalaus, og þegar hann greiddi fyrir bjórinn fékk hann á tilfinninguna að eitthvað væri óeðlilegt við reikninginn. Hann spurði því þjóninn hvað bjórinn hefði kostað og svaraði hún að hún hefði látið hann borga 10.000 sinnum meira fyrir hann en hann kostaði. CNN skýrir frá þessu.
Stjórnendur Malmaison hótelsins í Manchester á Englandi, þar sem þetta gerðist, lofuðu honum að þeir myndu strax biðja um ógildingu á greiðslukortafærslunni og að hún myndi aldrei fara í gegn. En það gerði hún samt sem áður. Lalor komst að því þegar eiginkona hans fór yfir stöðuna á bankareikningi þeirra og sá að það vantaði sem svarar til 8,5 milljóna íslenskra króna inn á hann.
Lalor þarf nú að bíða í allt að 10 daga eftir að fá peningana aftur inn á reikninginn sinn. Hótelið hefur beðið hann afsökunar og játar að mistök hafi verið gerð.