fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Pressan

Nýjar upplýsingar í máli Anne-Elisabeth Hagen – „Við höfum þrengt hringinn“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. september 2019 07:00

Anne-Elisabeth Falkevik Hagen og heimili hjónanna. Skjáskot af vef Aftenposten.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru 314 dagar síðan síðast sást til Anne-Elisabeth Hagen á lífi. Henni var rænt af heimili sínu í útjaðri Osló þann 31. október síðastliðinn. Lögreglan hefur ekki gefið upp vonina um að geta leyst málið en telur þó litlar líkur á að Anne-Elisabeth sé enn á lífi. Anne-Elisabeth er gift Tom Hagen sem er einn auðugasti maður Noregs. Lausnargjalds var krafist fyrir hana en ekkert hefur heyrst frá henni frá deginum örlagaríka í lok október.

Í gær skýrði lögreglan frá því að hún hefði þrengt hringinn hvað varðar mögulega gerendur í málinu. í lok ágúst skýrði lögreglan frá því að skófar eftir skó af gerðinni Sprox hafi fundist nærri heimli Hagen-hjónanna. Lögreglan telur að skófarið geti verið eftir einn af þeim sem rændi Anne-Elisabeth. Skórnir eru líklega af stærðinni 45.

Skór af umræddri tegund. Mynd:Norska lögreglan

Lögreglan leitar nú að eiganda skóparsins og segist lögreglan nú verið búin að þrengja hringinn. Í fyrstu vissi lögreglan um 300 skópör af þessari tegund sem höfðu verið seld í Spar Kjøb. Nú er búið að minnka fjöldann niður í 260 skópör að sögn Tommy Brøske sem stýrir rannsókninni.

Á fréttamannafundi í lok ágúst lýsti lögreglan eftir upplýsingum um alla sem hefðu keypt sér skó af þessari tegund frá því í ágúst 2016 fram í maí 2018 í Spar Kjøb. Nú hefur komið í ljós að skór sem þessir voru seldir í verslunum Spar Kjøb allt þar til daginn áður en Anne-Elisabeth var rænt.

Ef lögreglunni tekst að finna eiganda umrædds skópars gæti það þýtt stóran sigur í rannsókn málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 2 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin
Pressan
Fyrir 3 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu