fbpx
Laugardagur 21.september 2019  |
Pressan

Sjö vinkonur keyptu sér stórt hús saman þar sem þær ætla að eldast saman

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 19. júlí 2019 06:00

Húsið góða. Mynd:Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hver er draumur þinn þegar þú eldist? Að eiga hús? Verða ástfangin(n)? Stofna fjölskyldu? Kannski ertu nú þegar búin(n) að þessu. En það sem flestir vilja væntanlega er að vera hamingjusamir. Þetta er einmitt það sem hópur sjö kínverskra vinkvenna veit og vill og því lögðu þær í púkk og keyptu sér stórt hús saman þar sem þær ætla að eldast saman.

Konurnar kynntust fyrir um 20 árum og varð strax vel til vina. Dag einn, þegar þær voru að fíflast saman, kom sú hugmynd upp að þær ættu allar að setjast í helgan stein saman þegar þær væru orðnar gamlar og að þær skyldu búa saman í stóru húsi. Engin þeirra átti von á að þetta myndi rætast en það breyttist þegar þær sáu draumaeignina.

Vinkonurnar. Mynd:Skjáskot/YouTube

Þær létu því vaða og keyptu stórt yfirgefið hús í úthverfi Guangzhou. Það var ódýrt því nágrönnum fannst það ljótt og satt að segja var það rétt hjá þeim. En vinkonurnar byrjuðu að gera húsið upp og eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er húsið allt hið glæsilegasta í dag.

Vinkonurnar eru allar á fertugsaldri og önnum kafnar við að sinna fjölskyldum sínum og vinnu og reikna ekki með að flytja í húsið fyrr en eftir 15 til 20 ár en þangað til munu þær nota það til að hittast og eiga saman gæðastundir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Logi skilinn

Ekki missa af

Logi skilinn
Pressan
Í gær

Flugmaðurinn fékk kvíðakast og varð að yfirgefa flugstjórnarklefann rétt fyrir lendingu

Flugmaðurinn fékk kvíðakast og varð að yfirgefa flugstjórnarklefann rétt fyrir lendingu
Pressan
Í gær

Tæknivædd Elísabet II Bretadrottning er með hraðbanka í Buckingham Palace

Tæknivædd Elísabet II Bretadrottning er með hraðbanka í Buckingham Palace
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leystu 47 ára gamla morðgátu – „Þetta vakti upp margar erfiðar minningar“

Leystu 47 ára gamla morðgátu – „Þetta vakti upp margar erfiðar minningar“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvænt niðurstaða nýrrar rannsóknar – Miklu fleiri dýrategundir í Andesfjöllunum en í Amazon

Óvænt niðurstaða nýrrar rannsóknar – Miklu fleiri dýrategundir í Andesfjöllunum en í Amazon