fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Tíu ár síðan konungur poppsins lést – Nýjar upplýsingar um andlátið

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. júní 2019 07:50

Michael Jackson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að kvöldi fimmtudagsins 25. júní 2009 fór að spyrjast út víða um heim að Michael Jackson, sem var nefndur konungur poppsins, væri látinn. Það var fréttavefurinn TMZ sem skýrði fyrst frá því að goðið hefði verið flutt á sjúkrahús. Klukkan 21.36 að íslenskum tíma var Jackson úrskurðaður látinn. Algjört öngþveiti varð fyrir framan UCLA Medical Center í Los Angeles en þangað hafði hann verið fluttur. Mörg hundruð aðdáendur hans höfðu safnast þar fyrir framan og þyrlur fréttastofa sveimuðu yfir sjúkrahúsinu.

Í nýrri heimildamynd, Killing Michael Jackson, koma fram nýjar upplýsingar um dauða hans. Fram kemur að réttarmeinafræðingar hafi komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi látist úr bráðri eitrun en læknir hans, Conrad Murray, játaði síðar að hafa séð honum fyrir propofol vegna svefnvandamála Jackson.

Ein flaska af propofol fannst undir borði í svefnherbergi Jackson. Orlando Martinez, læknir lögreglunnar, fann hana og spurði Murray út í hana. Svar hans varð til þess að grunur féll á Murray og að hann segði ekki sannleikann.

Í heimildamyndinni segja þrír lögreglumenn frá rannsókninni og skýra frá mörgum áður óþekktum upplýsingum um síðustu stundir Jackson og andlát hans. Meðal annars kemur fram að Murray hafi reynt að leyna dánarorsök Jackson og villa um fyrir lögreglunni. Hann hafi beitt ýmsum aðferðum til þess.

Murray var síðar fundinn sekur um manndráp af gáleysi og dæmdur í fjögurra ára fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Í gær

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið