Finn var fundinn sekur um fjölda kynferðisbrota gegn börnum á Indlandi og Sri Lanka. Brot Finn stóðu yfir frá 1996 til 2018. Á þessum tíma braut hann gegn fjölda drengja, undir 15 ára aldri, í hótelherbergjum í báðum löndunum.
Það var kanadíska lögreglan sem kom þeirri dönsku á slóð Finn. Hún fann mynd þar sem drengur stóð fyrir framan gardínu með mynd af Pókemonpersónunni Picachu. Lögregluaðgerðin var því nefnd „Aðgerð Picachu gardínan“.
Belgíska og danska lögreglan tóku einnig þátt í henni en margar klámmyndir til viðbótar fundust við rannsókn málsins. Finn var með rúmlega 8.000 barnaklámsljósmyndir í vörslu sinni og rúmlega 1.500 hreyfimyndir. Þessu myndefni deildi hann á hinum ýmsu miðlum. Með mörgum myndanna fylgdi textinn: „Finn Jørgensen“ og það auðveldaði rannsókn lögreglunnar mikið.
Finn var handtekinn á Kastrupflugvellinum í maí 2018 þegar hann kom heim eftir dvöl á Indlandi. Hann hafði áður hlotið tvo dóma fyrir álíka afbrot á tíunda áratugnum.