fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Nethrellir loksins gómaður: Fjölskylda upplifði martröð í rúmt ár

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 2. desember 2019 11:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, handtók á föstudag karlmann sem grunaður er um að hafa lagt líf fjölskyldu einnar í rúst, eða allt að því, með ítrekuðu áreiti.

Maðurinn sem um ræðir heitir Loren Okamura og er búsettur á Hawai. Hann er grunaður um að hafa stundað það að senda fólk að heimili fjölskyldu einnar í Utah í yfir 500 skipti á rúmu ári. Hann pantaði til dæmis vændiskonur, pítsur, viðgerðarmenn; pípulagningarmenn, smiði og lásasmiði til dæmis að heimili Gilmore-fjölskyldunnar í úthverfi Salt Lake City. Þá setti hann myndir af fjölskyldumeðlimum á netið, bað um að fíkniefni væru send að heimilinu og hafði í hótunum.

Lögreglu hafði lengi grunað að Okamura væri að verki þar sem hann hafði horn í síðu fjölskyldunnar. Lögregla hefur ekki útlistað nánar hvað átti sér stað áður en Okamura byrjaði á þessu en svo virðist sem um einhverjar óuppgerðar sakir hafi verið að ræða.

Rannsókn málsins tók langan tíma, ekki síst í ljósi þess að Okamura passaði sig á því að hylja slóð sína á veraldarvefnum.  Fulltrúar FBI fóru þó til Hawai í liðinni viku og handtóku Okamura. Verði hann fundinn sekur gæti hann átt þungan dóm yfir höfði sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?