Föstudagur 24.janúar 2020
Pressan

Telja að bílslys hafi verið kaldrifjað morð á vegum KBG

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. desember 2019 07:02

Albert Camus. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri bók er því haldið fram að bílslysið sem varð Nóbelsverðlaunahafanum Albert Camus að bana hafi ekki verið neitt slys heldur skipulagt morð sem sovéska leyniþjónustan KGB stóð á bak við að skipun utanríkisráðherra landsins. Camus lést í bílslysi þann 4. janúar 1960. Bílstjórinn missti stjórn á bílnum sem lenti á tré. Þremur árum áður hafði Camus fengið bókmenntaverðlaun Nóbels.

Samkvæmt frétt The Guardian þá segir ítalski prófessorin Giovanni Catelli í nýrri bók sinni, „The Death of Camus“, að slysið hafi verið morðtilræði sem KGB stóð á bak við að skipun Dmitrij Sjepilov utanríkisráðherra.

Catelli kynnti þessa kenningu sína fyrst til sögunnar 2011 og byggði hana þá á kenningu í bók eftir tjékkneska skáldið Jan Zábrana. Catelli segir að nokkrar ástæður hafi legið að baki ósk ráðherrans um að koma Camus fyrir kattanef. Í grein sem Camus skrifaði um uppreisnina í Ungverjalandi 1956 réðst hann harkalega á Sjepilov og sagði hann bera ábyrgð á hrottafenginni framgöngu Sovétmanna. Hann gagnrýndi einnig þær aðferðir sem sovéskir hermenn beittu til að kveða niður uppreisn verkamanna í Austur-Berlín 1953 og var þyrnir í augum sovéskra yfirvalda fyrir að taka afstöðu með sovéska rithöfundinum Boris Pasternak sem var talinn „and-sovéskur“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

„Kynslóðin mín hefur klúðrað þessu. Vandinn er staðreynd.“

„Kynslóðin mín hefur klúðrað þessu. Vandinn er staðreynd.“
Pressan
Í gær

Bandarískur efnahagur í hættu – Margar hættur leynast undir yfirborðinu

Bandarískur efnahagur í hættu – Margar hættur leynast undir yfirborðinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Átti sér þann draum að búa og starfa á Íslandi – Fannst látinn fjórum dögum eftir að hann hvarf

Átti sér þann draum að búa og starfa á Íslandi – Fannst látinn fjórum dögum eftir að hann hvarf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Útlit fyrir að fuglaflensa sé að breiðast út í Evrópu

Útlit fyrir að fuglaflensa sé að breiðast út í Evrópu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nú getur hleðslutækið þitt orðið ónothæft

Nú getur hleðslutækið þitt orðið ónothæft
Pressan
Fyrir 2 dögum

Handtekinn eftir að hafa játað í beinni útsendingu í sjónvarpi að hafa myrt unnustu sína

Handtekinn eftir að hafa játað í beinni útsendingu í sjónvarpi að hafa myrt unnustu sína
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bjóða upp á papparúm í Ólympíuþorpinu í Tókýó – Þola ágætlega kynlífsiðkun ef aðeins tveir taka þátt

Bjóða upp á papparúm í Ólympíuþorpinu í Tókýó – Þola ágætlega kynlífsiðkun ef aðeins tveir taka þátt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýjar óhugnanlegar upplýsingar um Philip Manshaus – Drap systur sína til að „vernda“ foreldrana

Nýjar óhugnanlegar upplýsingar um Philip Manshaus – Drap systur sína til að „vernda“ foreldrana