fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Moldríkt par var myrt í lúxusíbúðinni – Lögreglan hefur nú opinberað myndir af hræðilegum morðvettvanginum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. desember 2019 21:00

Lina Bolanos og Richard Field

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í maí 2017 fundust lík læknishjónanna Lina Bolanos, 38 ára, og Richard Field, 49 ára, í lúxusíbúð þeirra í Boston í Bandaríkjunum. Þau höfðu verið pyntuð klukkustundum saman áður en þau voru myrt.

Nú standa réttarhöld yfir meintum morðingja þeirra yfir. Hann heitir Bampumim Teixeira og er 33 ára. CNN segir að í þeim hafi komið fram að Field hafi fundist látinn í eiginn blóðpolli. Hendur hans hafi verið handjárnaðar fyrir aftan bak. Bolanos lá einnig í blóðpolli eftir að hafa verið stungin margoft í hálsinn.

Í dómssal hafa hræðilegar myndir frá morðvettvanginum verið sýndar. Á einni þeirra má til dæmis sjá textann „Hann drap konuna mína“ skrifaðan með tússi á hvítan vegg. Einnig var búið að teikna kross yfir andlit Field á mörgum fjölskyldumyndum.

Á annan vegg var skrifað „payback“ (hefnd).

„Það var veggur með ljósmyndum, myndir af fólki á ferðalagi og á sumar myndirnar höfðu verið merktar og einhver hafði skrifað: „Hefnd. Þú drapst konuna mína.““

Sagði Edward Meade lögreglumaður fyrir dómi.

Bampumim Teixeira

Hjónin voru bæði svæfingarlæknar. Eina tenging þeirra við Teixeira var að hann hafði um skamma hríð starfað sem vörður í lúxusblokkinni sem þau bjuggu í við 141 Dorchester Avenue.

Fyrir rétti hefur komið fram hjá saksóknara að hann hafi ekki hugmynd um af hverju Texeira myrti hjónin. Lögreglan fann poka fullan af skartgripum og mörg vopn fyrir framan íbúð hjónanna.

Texeira hefur hlotið nokkra dóma fyrir bankarán. Saksóknarar hafa þá kenningu að hann hafi ætlað að ræna hjónin.

Sat fyrir þeim

Það var þann 5. maí 2017 sem hjónin voru myrt. Teixeira hafði beðið þeirra í íbúðinni klukkustundum saman en hann hafði komist inn í bygginguna í gegnum bílskúrinn. Bolanos kom heim úr vinnu um klukkan 17 og þá réðist Teixeira á hana. Field kom heim um klukkan 18.30 og réðist Teixeira þá á hann.

Field reyndi fimm sinnum að hringja í neyðarlínuna, 911, en neyðarvörðurinn lagði á af því að Field sagði ekkert. Hann sendi örvæntingarfull textaskilaboð til vina sinna. Í þeim sagði hann að vopnaður maður væri í húsinu og að þeir yrðu að hringja í neyðarlínuna.

Skjáskot af skilaboðum Field til vinar hans, Matthias Heidenreich, voru sýnd fyrir dómi. Hann sagðist hafa orðið ringlaður þegar hann fékk skilaboðin. Hann hringdi í móttökuna í húsinu sem hjónin bjuggu í en það var ekki svarað . Hann hringdi því í neyðarlínuna og tók síðan leigubíl heim til þeirra. Þegar þangað kom var fjöldi lögreglubíla á vettvangi og hann heyrði skothvelli.

Frá íbúð hjónanna.

Teixeira er sagður hafa beint byssu að lögreglumönnum þegar þeir birtust á vettvangi og skutu þeir hann þá.

Engin fingraför af honum fundust í íbúðinni en hann var með hanska þegar hann var handtekinn. Þá fann lögreglan engin fingraför á hnífnum sem var notaður við ódæðisverkin. Teixeira hefur lýst sig saklausan.

Engar myndbandsupptökur, engar hljóðupptökur, engin sönnunargögn, engar trúverðugar sannanir fyrir að Bampumim Teixeira hafi brotist inn á heimili Lina Bolanos og Richard Field og drepið þau. Það er af því að hann gerði það ekki.“

Sagði verjandi Teixeira fyrir dómi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Orrustan um Bretland

Orrustan um Bretland
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nokkrar mýtur um kvef, hálsbólgu og flensu

Nokkrar mýtur um kvef, hálsbólgu og flensu