fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Lét gera DNA-rannsókn á ættleiddri dóttur sinni – Niðurstaðan kom öllum í opna skjöldu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. desember 2019 07:00

Stúlkurnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er stundum sagt að blóð sé þykkara en vatn. Þetta orðatiltæki hefur sérstaklega mikla þýðingu fyrir hjónin Staci og James Maneage frá Missouri í Bandaríkjunum. Þau áttu í miklum erfiðleikum með að eignast börn en óvænt breyttist það eftir margra ára tilraunir og þau eignuðust þrjá syni, Matthew, Kyle og Andrew.

En áður en þau eignuðust drengina hafði James lofað Staci að þau myndu ættleiða barn til að uppfylla draum sinn um að eiga börn. Þessu gleymdi Staci ekki og var staðráðin í að þau myndu ættleiða barn. Allt frá því að hún var ung að árum hafði hana dreymt um að ættleiða barn frá Kína. Fyrir nokkrum árum komst hún í samband við Hakka-fólkið sem er minnihlutahópur í Kína og þekkti því nokkuð til þess hóps.

2010 var hringt í hana frá ættleiðingarstofu og henni sagt að munaðarlausa stúlku, af ættum Hakka, vantaði öruggt og ástríkt heimili. Það fylgdi sögunni að stúlkan væri með heilasjúkdóm en það hafði engin áhrif á ákvörðun hjónanna sem fóru til Kína og sóttu stúlkuna sem fékk nafnið Ellianna. Hún þurfti að dvelja töluvert á sjúkrahúsi eftir komuna til Bandaríkjanna en var mjög sátt við að hafa verið ættleidd af ástríkri fjölskyldu.

Ótrúlegar líkar

Á sama tíma ættleiddu önnur hjón úr sama bæ unga fatlaða stúlku frá Kína. Hjónin eru í sama söfnuði og Maneage-hjónin. Sú stúlka fékk nafnið Kinley en hún er þremur árum yngri en Ellianna. Hún býr hjá Paige og Steve Galbierz ásamt líffræðilegum börnum þeirra.

Fjölskyldurnar bjuggu í aðeins þriggja mínútna göngufjarlægð frá hvor annarri og stúlkurnar kynntust fljótlega og urðu bestu vinkonur en þær gengu í sama skóla. Foreldrar þeirra undruðust hversu líkar þær voru. Þau vissu að þær komu frá sitt hvorum bænum en gátu ekki annað en hugleitt hvort þær væru skyldar. En þar sem Kínverjar eru rúmlega einn milljarður fannst þeim líkurnar ekki miklar á að þær væru skyldar en þó ekki útilokað.

https://www.facebook.com/photo.php?fbid=125871897470491&set=a.125870290803985&type=3

Að lokum ákváðu Maneage-hjónin að þau gætu ekki búið lengur við þessa óvissu og yrðu að komast að sannleikanum. Þau ræddu þetta við Galbierz-hjónin sem féllust með semingi á að senda Kinley í DNA-rannsókn með Ellianna.

Niðurstaða rannsóknarinnar var afgerandi því 99,9 prósent líkur eru á að þær séu systur af holdi og blóði. Það verður að teljast ótrúlegt að miðað við aldursmuninn á þeim og að þær bjuggu í sitt hvorum bænum, sem mörg þúsund kílómetrar eru á milli, höfðu þær nánast endað sem nágrannar í Bandaríkjunum.

https://www.facebook.com/photo.php?fbid=588080144863072&set=a.102102436794181&type=3

Systurnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Í gær

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið