Fimmtudagur 20.febrúar 2020
Pressan

Ungur milljarðamæringur skýrir frá hryllingnum sem hann upplifði þegar honum var rænt – „Drepið mig bara“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. nóvember 2019 19:30

Mohammed Dewji. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir ári síðan var yngsta milljarðamæringi Afríku, Mohammed Dewji rænt í Dar es Salaam, höfuðborg Tansaníu. Í viðtali við BBC skýrði hann í fyrsta sinn frá þessari hræðilegu lífsreynslu. Í viðtalinu segir hann að eftir að hann hafði verið í haldi í fimm eða sex daga með bundið fyrir augun öllum stundum hafi hann verið farinn að halda að hann væri að verða blindur og missa vitið.

„Þú getur bara skotið mig og drepið.“

Segist hann hafa sagt við mannræningjana þegar þeir hótuðu að drepa hann.

„Þetta var nokkurskonar pynting.“

Segir hann um það sem hann upplifði.

Í október 2018, tíu dögum eftir að honum var rænt, tilkynnti fyrirtæki hans, MeTL, á Twitter að Dewji væri kominn heim heill á húfi. Ekkert lausnargjald var greitt og enn í dag hefur Dewji ekki hugmynd um hver tilgangurinn með ráninu var.

„Ég veit ekki enn af hverju þetta gerðist. Þetta líktist því að þeir vildu fá peninga. Að lokum skildu þeir mig eftir án þess að hafa fengið peninga.“

Leigubílstjórinn Mousa Twaleb hefur verið handtekinn og ákærður vegna málsins en enginn annar hefur enn sem komið er verið handtekinn.

Forbes telur að auður Dewji sé um 1,5 milljarðar Bandaríkjadala.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Vopnað glæpagengi rændi miklu magni af klósettpappír

Vopnað glæpagengi rændi miklu magni af klósettpappír
Pressan
Í gær

Dæmd í tveggja ára fangelsi – Reyndi að opna flugvéladyr í háloftunum

Dæmd í tveggja ára fangelsi – Reyndi að opna flugvéladyr í háloftunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sögutúlkun í sænskum sjónvarpsþætti veldur úlfúð

Sögutúlkun í sænskum sjónvarpsþætti veldur úlfúð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Draugaskip rak á strendur Írlands

Draugaskip rak á strendur Írlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturla segir íslenska karlmenn vera með stærstu typpin í Evrópu

Sturla segir íslenska karlmenn vera með stærstu typpin í Evrópu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Eiginmanni Anne-Elisabeth var hótað af mannræningjunum – Fór gegn ráðum lögreglunnar

Eiginmanni Anne-Elisabeth var hótað af mannræningjunum – Fór gegn ráðum lögreglunnar