fbpx
Þriðjudagur 31.mars 2020
Pressan

Krafðist bóta frá fyrrum eiginmanni sínum – Ósátt við að hann opinberaði samkynhneigð sína eftir sex ára hjónaband

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 5. nóvember 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Suður-afrísk kona stefndi  fyrrum eiginmanni sínum nýlega fyrir dóm í Höfðaborg og krafðist sem svarar til 72 milljóna íslenskra króna í bætur vegna andlegs áfalls og tekjutaps sem hún taldi sig hafa orðið fyrir þegar eiginmaður hennar opinberaði samkynhneigð sína eftir sex ára hjónaband.

Í dómsskjölum kemur fram að konan hafi haldið því fram að maðurinn hafi fullyrt áður en þau gengu í hjónaband að hann væri gagnkynhneigður og vildi eignast börn. Tveimur mánuðum fyrir sjötta brúðkaupsafmæli þeirra hafi hann hins vegar opinberað samkynhneigð sína.

Dómarinn í málinu var allt annað en sáttur við þessa málshöfðun og taldi hana tímasóun. Öllum kröfum konunnar var hafnað og lögmanni hennar gert að greiða lögmanni mannsins alla þóknun sína en hún nam sem svarar til um átta milljóna íslenskra króna. Dómarinn gagnrýndi einnig þessa upphæð og sagði hana alltof háa og ekki í neinum tengslum við þjóðfélagsstöðu konunnar og mannsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Bóluefni gegn COVID-19 gæti verið tilbúið í haust – Aðeins fyrir ákveðinn þjóðfélagshóp

Bóluefni gegn COVID-19 gæti verið tilbúið í haust – Aðeins fyrir ákveðinn þjóðfélagshóp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grunur um þrjú morð í Uppsala – Líkin fundust í brennandi bíl

Grunur um þrjú morð í Uppsala – Líkin fundust í brennandi bíl
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru kjöraðstæður fyrir COVID-19 hér á landi? – Smitast best í litlum loftraka og 5 til 11 gráðu hita

Eru kjöraðstæður fyrir COVID-19 hér á landi? – Smitast best í litlum loftraka og 5 til 11 gráðu hita
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þú getur líklegast smitast oft af kórónuveiru á lífsleiðinni

Þú getur líklegast smitast oft af kórónuveiru á lífsleiðinni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kínversk yfirvöld segja að engin ný smit hafi greinst í Hubei – Er það kannski ekki rétt?

Kínversk yfirvöld segja að engin ný smit hafi greinst í Hubei – Er það kannski ekki rétt?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dönsk yfirvöld loka einkasjúkrahúsum

Dönsk yfirvöld loka einkasjúkrahúsum