Fimmtudagur 14.nóvember 2019
Pressan

Forstjóri McDonald’s rekinn – „Þetta voru mistök“

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 4. nóvember 2019 11:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steve Easterbrook, forstjóri McDonald’s, hefur verið rekinn úr starfi eftir að upp komst að hann hafði átt í ástarsambandi við starfsmann fyrirtækisins. Steve var yfirmaður konunnar og samkvæmt reglum McDonald’s er slíkt bannað og brottrekstrarsök.

Steve er Breti sem hafði unnið fyrir McDonald’s í aldarfjórðung og klifið metorðastigann hægt og rólega. Hann var mikils metinn og var á býsna góðum launum; hann fékk tæpa tvo milljarða króna á ári í laun.

Í bréfi sem hann sendi samstarfsfólki sínu játaði hann að hafa gert „mistök“ og sýnt dómgreindarleysi. Hann skildi við eiginkonu sína fyrir skemmstu en saman eiga þau þrjú börn.

Gengi hlutabréfa í McDonald’s féllu nokkuð við þessi tíðindi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Taldi sig hafa fundið snilldarráð til að koma í veg fyrir að kötturinn vekti hann – Sjáðu hvernig kötturinn leysti málið

Taldi sig hafa fundið snilldarráð til að koma í veg fyrir að kötturinn vekti hann – Sjáðu hvernig kötturinn leysti málið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Reistu styttu til heiðurs fíkniefnasölum

Reistu styttu til heiðurs fíkniefnasölum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru mest pirrandi týpurnar á Facebook

Þetta eru mest pirrandi týpurnar á Facebook
Pressan
Fyrir 2 dögum

Íbúðin stóð mannlaus í 70 ár – Mögnuð sjón blasti við þegar hún var loks opnuð

Íbúðin stóð mannlaus í 70 ár – Mögnuð sjón blasti við þegar hún var loks opnuð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Jólagjöfinn fyrir karlinn sem á allt – Eistnabaðkar

Jólagjöfinn fyrir karlinn sem á allt – Eistnabaðkar
Pressan
Fyrir 5 dögum

40 milljón króna fiðla komst aftur í hendur eiganda síns – Gleymdi henni í lest

40 milljón króna fiðla komst aftur í hendur eiganda síns – Gleymdi henni í lest