fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Sjúkrahúsið býður sjúklingum upp á bjór, sígarettur og kartöfluflögur

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 29. nóvember 2019 06:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það að sjúklingar fái bjór, sígarettur og kartöfluflögur er ekki eitthvað sem flestir eiga von á að sé í boði á sjúkrahúsum enda ekki um hollustuvörur að ræða. En á sjúkrahúsinu í Horsens í Danmörku er sjúklingum boðið upp á bjór, sígarettur og kartöfluflögur. Yfirlæknir segir það gefa góða raun að bjóða upp á þessa óhollustu, bæði fyrir sjúklingana og samfélagið.

En þessar „veitingar“ standa þó ekki öllum til boða. Það eru sjúklingar sem eiga á brattann að sækja í samfélaginu sem geta fengið veitingar af þessu tagi. Þar er meðal annars átt við áfengissjúklinga, fíkniefnaneytendur og utangarðsfólk. Markmiðið með að bjóða þessum hópi upp á þessa óhollostu er að fá þá til að dvelja á sjúkrahúsinu svo lengi sem þörf krefur vegna læknismeðferðar þeirra.

TV2 skýrir frá þessu. Haft er eftir talsmanni sjúkrahússins að það sé þó ekki boðið upp á hass en sælgæti og svitalyktareyðir sé í boði fyrir þá sem það vilja.

„Við brjótum nokkrar reglur hér í tengslum við hvað er venjulega boðið upp á á sjúkrahúsum.“

Sagði talsmaðurinn í samtali við TV2.

Sumir sjúklingar, sérstaklega vímuefnaneytendur, fá oft á tilfinninguna að þeir séu ekki velkomnir á sjúkrahúsum og eiga það til að yfirgefa þau í miðri læknismeðferð því þeir vilja fara heim til að drekka áfengi eða neyta fíkniefna. Það getur stundum skipt sköpum að bjóða þeim upp á bjór eða sígarettur og þannig fást sjúklingarnir til að dvelja áfram á sjúkrahúsinu.

„Ég tel að þetta snúist um að við tökum á móti sjúklingnum eins og hann er og sættum okkur við að hann þarf að fá nokkra bjóra yfir daginn til að geta verið hér.“

Ulf Grue Hørlyk, yfirlæknir á bráðamóttöku sjúkrahússins, viðurkenndi að það sé ákveðin mótsögn í því að sjúkrahús gefi sjúklingum bjór og sígarettur en sagðist fullviss um að þetta skili sér.

„Hlutverk okkar er að veita þessu fólki meðhöndlun við því sem þjakar það. Ef það kostar fjóra bjóra á dag að halda sjúklingi hér í meðferð, til dæmis við lungnabólgu, þá er það betra fyrir sjúklinginn og um leið sparar sjúkrahúsið nokkrar krónur.“

Hann sagði mikilvægt að ljúka læknismeðferðum til að koma í veg fyrir veikindi síðar meir með enn meiri kostnaði.

„Ef við sem kerfið ákveðum af einhverri móralskri umhyggju að það sé rangt að gefa sjúklingi fjóra bjóra á dag þá yfirgefur hann deildina og kemur síðan aftur miklu veikari. Þegar við höfum lokið við að meðhöndla lungnabólguna vil ég mjög gjarnan meðhöndla áfengisvandann ef það er gerlegt.“

Sagði hann og lagði áherslu á að kerfið eigi að taka vel á móti svona sjúklingum.

„Það eru ákveðnar staðreyndir sem við verðum að horfast í augu við. Þessi sjúklingar velja ekki að drekka eða reykja hass. Þeir eru háðir því. Það þýðir ekki að reyna að meðhöndla fíkn af þessu tagi og brotna stórutá samtímis.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig