fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Sjúkrahúsið býður sjúklingum upp á bjór, sígarettur og kartöfluflögur

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 29. nóvember 2019 06:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það að sjúklingar fái bjór, sígarettur og kartöfluflögur er ekki eitthvað sem flestir eiga von á að sé í boði á sjúkrahúsum enda ekki um hollustuvörur að ræða. En á sjúkrahúsinu í Horsens í Danmörku er sjúklingum boðið upp á bjór, sígarettur og kartöfluflögur. Yfirlæknir segir það gefa góða raun að bjóða upp á þessa óhollustu, bæði fyrir sjúklingana og samfélagið.

En þessar „veitingar“ standa þó ekki öllum til boða. Það eru sjúklingar sem eiga á brattann að sækja í samfélaginu sem geta fengið veitingar af þessu tagi. Þar er meðal annars átt við áfengissjúklinga, fíkniefnaneytendur og utangarðsfólk. Markmiðið með að bjóða þessum hópi upp á þessa óhollostu er að fá þá til að dvelja á sjúkrahúsinu svo lengi sem þörf krefur vegna læknismeðferðar þeirra.

TV2 skýrir frá þessu. Haft er eftir talsmanni sjúkrahússins að það sé þó ekki boðið upp á hass en sælgæti og svitalyktareyðir sé í boði fyrir þá sem það vilja.

„Við brjótum nokkrar reglur hér í tengslum við hvað er venjulega boðið upp á á sjúkrahúsum.“

Sagði talsmaðurinn í samtali við TV2.

Sumir sjúklingar, sérstaklega vímuefnaneytendur, fá oft á tilfinninguna að þeir séu ekki velkomnir á sjúkrahúsum og eiga það til að yfirgefa þau í miðri læknismeðferð því þeir vilja fara heim til að drekka áfengi eða neyta fíkniefna. Það getur stundum skipt sköpum að bjóða þeim upp á bjór eða sígarettur og þannig fást sjúklingarnir til að dvelja áfram á sjúkrahúsinu.

„Ég tel að þetta snúist um að við tökum á móti sjúklingnum eins og hann er og sættum okkur við að hann þarf að fá nokkra bjóra yfir daginn til að geta verið hér.“

Ulf Grue Hørlyk, yfirlæknir á bráðamóttöku sjúkrahússins, viðurkenndi að það sé ákveðin mótsögn í því að sjúkrahús gefi sjúklingum bjór og sígarettur en sagðist fullviss um að þetta skili sér.

„Hlutverk okkar er að veita þessu fólki meðhöndlun við því sem þjakar það. Ef það kostar fjóra bjóra á dag að halda sjúklingi hér í meðferð, til dæmis við lungnabólgu, þá er það betra fyrir sjúklinginn og um leið sparar sjúkrahúsið nokkrar krónur.“

Hann sagði mikilvægt að ljúka læknismeðferðum til að koma í veg fyrir veikindi síðar meir með enn meiri kostnaði.

„Ef við sem kerfið ákveðum af einhverri móralskri umhyggju að það sé rangt að gefa sjúklingi fjóra bjóra á dag þá yfirgefur hann deildina og kemur síðan aftur miklu veikari. Þegar við höfum lokið við að meðhöndla lungnabólguna vil ég mjög gjarnan meðhöndla áfengisvandann ef það er gerlegt.“

Sagði hann og lagði áherslu á að kerfið eigi að taka vel á móti svona sjúklingum.

„Það eru ákveðnar staðreyndir sem við verðum að horfast í augu við. Þessi sjúklingar velja ekki að drekka eða reykja hass. Þeir eru háðir því. Það þýðir ekki að reyna að meðhöndla fíkn af þessu tagi og brotna stórutá samtímis.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Í gær

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið